Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 49
samtímaheim okkar. Sama skrifræðið ríkir
allsstaðar og ræður öllu. Stéttabaráttan hef-
ur verið leyst af hólmi af stofnunum sem
líta niður á þá sem á þeim þurfa að halda.
Handverkskunnáttu fer stöðugt hnignandi.
Ráðamenn eru sífellt með heimskulegt hjal
um ást sína á æskunni. Heilu hópar fólks
fara saman í sumarfrí. Sveitirnar verða því
ljótari sem minni ummerki sjást eftir verk
bænda. Einhæfni er að aukast. Og svo það
sem er verst við þessa sameiginlegu þætti:
virðingarleysið fyrir einstaklingnum og
einkalífinu. Hér réttlæta menn það í nafni
hins heilaga upplýsingafrelsis. En gat lög-
gæsla kommúnista sem betrekkti svefnher-
bergin okkar með hljóðnemum ekki líka
krafist réttar síns og ,,upplýsingafrelsis“?
Einu gildir hvert þjóðskipulagið er, öll höf-
um við lifað og hrærst, bæði hér og þar, í
heimi þar sem sama djúpstæða þróunin á
sér stað, í þeirri sataníu sem prófessor
Avenaríus talar um í Ódauðleikanum, ef ég
má leyfa mér að vitna í þá sögupersónu
mína sem mér er einna kærust.
Frá þessu sjónarmiði virðist mér sem
reynslan af kommúnismanum gagnist mér
vel til að átta mig á heimi samtfmans yfir-
leitt. Hún hefur skerpt sýn mína á ýmis
fáránleg fyrirbæri sem fólk hér um slóðir
lítur ýmist á sem eitthvað ómerkilegt og
léttvægt eða sem hluta af hinu Heilaga Lýð-
ræði.
Svikin við erfðaskrá Goethe
Eitt af því sem Evrópumönnum hefur mis-
tekist í gegnum tíðina er að hugsa skáldsög-
una, þá listgrein sem er hvað evrópskust,
sem sögulega heild. Það er sama hvaða
handbók maður opnar, hvaða safnriti mað-
ur slær upp í, ævinlega er fjallað um heims-
bókmenntirnar sem þversummu af bók-
menntum þjóðanna. Rétt eins og hver og
einn sé að skrifa í sínu horni, óháður öllum
hinum! En það er engu að síður staðreynd,
svo við höldum okkur við skáldsöguna, að
Steme sótti innblástur í Rabelais, Diderot
sótti innblástur í Sterne, Goethe sótti inn-
blástur í Diderot. Allt frá upphafi hefur
þróun skáldsögunnar verið yfirþjóðleg.
Goethe sagði það oft og lagði sérstaka
áherslu á það: tími þjóðlegra bókmennta er
að baki og tími heimsbókmenntanna runn-
inn upp. Þessi hugmynd er á vissan hátt
hluti af erfðaskrá Goethe. Enn ein svikin
erfðaskráin. Því gagnrýnendur og bók-
menntasagnfræðingar komast ekki út fyrir
hið landfræðilega sérsvið sitt. Auðvitað er
gagnlegt að skoða skáldsögu í þjóðlegu
samhengi til að komast að því hvaða hlut-
verki hún gegnir í sögu þjóðarinnar. En það
hefur lítið upp á sig ætli maður að reyna að
átta sig á listrænu gildi sömu sögu. Þá verð-
ur að skoða hana í evrópsku samhengi:
þannig er markmiðið ekki að athuga hvaða
áhrif skáldsagan hefur haft á sögu tiltek-
innar þjóðar, heldur hlut hennar í fram-
þróun listar skáldsögunnar, hvaða ókönnuð
svið tilverunnar hún hefur upplýst, upp á
hvaða formnýjungum hún hefur fitjað. Það
sem Goethe átti við á sínum tíma er þetta:
það er einungis hægt að koma auga á fag-
urfræðilegt gildi verksins með því að skoða
það í yfirþjóðlegu samhengi.
Ef maður lítur á skáldsöguna Jakob og
meistarinn eftir Diderot í samhengi franskra
bókmennta má segja að hún sé lítið annað
en skemmtun og afþreying þessa mikla
hugsuðar. Þegar maður setur þessa
„skemmtun" hins vegar í samhengi við
sögu evrópsku skáldsögunnar kemur í ljós
TMM 1993:4
47