Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 50
að þetta er einn af vendipunktum sögunnar sem felur í sér möguleika sem list skáldsög- unnar er enn að vinna úr nú, tvö hundruð árum síðar. Imyndum okkur að stórkostlega frumleg skáldsaga eftir samískan rithöfund sé þýdd á frönsku. Saminn er í sjöunda himni. Loksins er komið að því að dirfska hans sem listamanns verði metin að verð- leikum af jafningjum hans! En ímyndum okkur að ritstjórnin á afar metnaðarfullu dagblaði vilji sýna metnað sinn og hafi með gífurlegum erfiðismunum uppi á háskóla- manni sem hefur legið árum saman yfir Samafræðum hverskonar. ímyndum okkur svo að sérfræðingur þessi skrifi ákaflega lærða og yfirgripsmikla grein þar sem hann sýnir og sannar að hann viti bókstaflega allt um héraðið þar sem þessi blessaði skáld- sagnahöfundur lætur sögu sína gerast . . . Höfundurinn drekkur sig augafullan af ör- væntingu, ratar ekki heim og verður úti á frostkaldri auðninni. .. Það er engin tilviljun að Gide skrifaði manna best um Dostojevskí, Georges Bem- ard Shaw um Ibsen, að enginn hefur skilið Joyce betur en Broch, að Malraux, Sartre og Claude-Edmonde Magny gerðu sér fyrst grein fyrir mikilvægi amerísku skáldsagna- höfundanna á fjórða áratugnum, að Grikki, Pronguidis, skrifaði bestu bókina sem til er um Gombrowicz án þess að kunna orð í pólsku, að það var ekki spænskufræðingur, heldur franskur maður, Scarpetta að nafni, sem skrifaði af hvað mestu viti um Fuentes, og að það var ekki Frakki sem varpaði hvað bestu ljósi á fagurfræði Rabelais, heldur Rússinn Bakhtin. Þetta em ekki furðulegar undantekningar frá reglunni. Nei, þetta er reglan sjálf: landfræðileg fjarlægð veldur því að athugandinn getur skoðað verkið óháð sínu litla samhengi og þannig getur hann áttað sig á fagurfræðilegu gildi verks- ins. Frakkahatur er staðreynd Smekkur minn og reynsla eru miðevrópsk. Þeir Janacek, Kafka og Musil hafa haft mun meiri áhrif á mig en Debussy eða Proust. En þegar ég var á miðjum aldri flutti ég ásamt eiginkonu minni til Frakklands. Þetta er langmikilvægasti atburðurinn í lífi mínu, lykillinn að lífi mínu og verkum. Fyrir nokkmm ámm var birtur listi yfir verk mín og skrif um þau. Þar er nánast ekkert minnst á það sem ég hef skrifað eftir að ég fluttist til Frakklands, né heldur það sem skrifað hefur verið um þau eftir þann tíma. Þó hef ég búið í Frakklandi obbann af fullorðinsárunum. Hér hef ég verið með nokkra nemendur undanfarin átján ár. Hér hef ég eignast mína bestu vini, skrifað þroskuðustu verkin mín og það er hér sem lesendur hafa áttað sig fyrr og betur á verk- um mínum. En einkum er það þó hérna sem útgefand- inn minn er staðsettur, en hann hefur um tuttugu ára skeið birt fyrstu útgáfur bóka minna sem em algerlega leyfilegar. Ég segi útgáfur sem eru algerlega leyfilegar vegna þess að um 1985 tók ég frönsku þýðinguna á verkum mínum og fór yfir hana orð fyrir orð, setningu fyrir setningu. Þetta var stíf tveggja ára vinna. Eftir það lít ég svo á að franski textinn sé minn eigin texti og bækur mínar em ýmist þýddar úr tékknesku eða frönsku. Og ég er ekki frá því að ég sé ívið sáttari við frönsku útgáfuna. Ástæðan er sú að þegar ég var að yfirfara frönsku þýðinguna á bókum mínum sem ég hafði ekki lesið um árabil stóðst ég ekki 48 TMM 1993:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.