Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 75
Ástráður Eysteinsson Mylluhjólið Um lestur og textatengsl Skáldsagan Svefnhjólið eftir Gyrði Elías- son kom út haustið 1990. Lesandinn las hana áður en árið lauk hring sínum og hitti fyrir í henni annan lesanda. Þetta er í senn aðalpersóna og sögumaður verksins, maður sem þrátt fyrir mikið flakk fæst við skrif og er jafnframt sílesandi. Hann les til dæmis frásögn af öðrum ferðalangi, Ódysseifí, sem þurfti um langan veg að fara til heim- kynna sinna og eiginkonu. Þessa bók á les- andinn með honum, eins og svo margir aðrir — Hómerskviðan um hinn hrakta sæ- fara er samgróin bókmenntavitund manna um flestöll Vesturlönd. Lesendurnir tveir eiga saman fleiri verk sem hinn flökkusami sögumaður ýjar að í texta sínum; sum þeirra tengjast mjög bemskuvitund, eins og sög- umar um Lísu í Undralandi og Alfinn álfa- kóng og son hans Trítil. Önnur em nýrri af nálinni og ekki er laust við að stundum sé vísað til fyrri verka Gyrðis Elíassonar, til dæmis finnur sögumaður prentmót með teiknimyndasögu um íkoma — og lesand- anum verður hugsað til Gangandi íkorna, fyrstu skáldsögu Gyrðis.1 Fleiri verk mætti telja sem sögumaður hefur á ýmsan hátt ,,lesið“ inn í frásögn sína, til dæmis þegar hann hrekur burt hrafn sem leggst á glugga og öskrar á eftir honum: „Aldrei meir.“ Þetta atriði er auðvitað gamansöm vísun í stef „Hrafnsins" eftir Poe í þýðingu Einars Benediktssonar. Þegar þar er komið sögu hefur sögumað- ur tvisvar farið „sofandi" í ferðalag í bað- kari — hefur ekki einhver í einhverri sögu einmitt flogið í baðkari? — og er staddur í íbúð við Bergstaðastrætið í Reykjavík. Þar fer hann að lesa bók sem hann finnur á „hillu í svefnherberginu. Þetta er Myllan á Barði eftir Kazys Bomta“ (104). Hjá les- andanum vaknar löngun til að lesa þessa bók ,,með“ sögumanni; hún er raunar til uppi í hillu, ólesin: Myllan á Barði eða undarlegir atburðir sem urðu hér um árið í Otravatnshéraði, þýdd úr lítháíska fmm- málinu af Jömndi Hilmarssyni. En það er svo margt annað á leslistanum og hartnær þrjú ár líða uns hún er loks tekin ofan úr hillu og lesin; hún vekur fögnuð, hún er nýstárleg og jafnframt slær hún tóna sem lesanda em að góðu kunnir; hann telur raunar ekki útilokað að Svefnhjól Gyrðis hafi einhver áhrif á það hvernig hann les Mylluna á Barði. Það er þá að vísu öfug bókmenntasaga; Myllan kom á íslensku árið 1976 en Svefnhjólið sem fyrr segir 1990. Hin kunnu orð Borges um áhrif Franz Kafka á Charles Dickens eru líklega ekki svo fráleit. Til að rétta af þessa tímaskekkju les hann því Svefnhjólið aftur, en þar sem TMM 1993:4 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.