Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 77
fræðin flækir viðfangsefni sín og firrir þau
,,eðlilegum“ skilningi.
Raunin er hinsvegar sú að það er hugtakið
,,áhrif‘ sem er afturþungt; það er drekk-
hlaðið fræðilegum og sögulegum skírskot-
unum sem notendur gera sér oft litla grein
fyrir. Engin úttekt verður gerð á þeim hér,
en því skal þó ekki neitað að ,,áhrif‘ eiga
að ýmsu leyti vel heima í skáldskaparfræð-
um fyrri alda. Samning skáldskapar var
löngum talin hvíla á eftirlíkingu, og sú eft-
irlrking laut ekki eingöngu að veruleikan-
um heldur að fyrirmyndum sem sjá mátti í
öðrum skáldverkum. Allt fram á 18. öld
þótti eðlilegt að skapa verk undir ljósum
áhrifum frá fyrirmyndarskáldskap.
Á þessu verður róttæk breyting með róm-
antíkinni og upp rennur öld frumleikans,
sem hefur staðið að minnsta kosti til
skamms tíma. En síðastliðin öld hefur jafn-
framt verið öld tortryggninnar, ekki síst
fyrir tilstilli hugsuða einsog Marx, Nietz-
sche og Freud sem opnuðu sýn á togstreitu
og bresti í sambandi einstaklings og sam-
félags á Vesturlöndum. Listin hefur, eins og
aðrar mannlegar afurðir, orðið undirorpin
spumingum um eignarhald, bælingu og
vald; um ,,upplýstan“ og ,,meðvitaðan“
einstakling andspænis sögu, hefð og ríkj-
andi skipulagi. í sjálfri listsköpuninni ryðj-
ast slíkar spumingar öflugast fram í
módernismanum, þar sem róttæk nýsköpun
er samfara andófi gegn valdi margskonar
hefða og sögulegrar raunsæis- og rök-
hyggju eins og hún hafði þróast á 19. öld.
Andspænis arfi rómantíkurinnar er
módemisminn hinsvegar afar klofinn.
Áhersla hans á nýsköpun, og oft á tíðum
framúrstefnu, virðist einkennast af frum-
leikahugsun. Öðmm þræði beinist tor-
tryggni hans þó ekki síst gegn hugmynda-
fræði frumleikans. Módemísk verk vekja
sjaldan með lesandanum þá blekkingu að
þau séu sjálf upphaf þess skilnings sem þarf
til að lesa þau; þau virka sem texti í mótun
er vísar jafnt til fyrri texta sem til hins
ófullgerða verks lesandans. Eins brjóta
módernísk verk gjaman af sér þjóðlega
ramma og slíta sig frá hinu staðbundna
upphafi.
Ummerki slíks klofnings milli uppruna-
hyggju og alþjóðahyggju má raunar sjá í
rannsóknum sem upphófust á síðustu öld í
nafni ,,samanburðarbókmennta“ (e. ,,com-
parative literature“), en viðfangsefni þess-
arar ritsmíðar gefur tilefni til að víkja stutt-
lega að þeim. Á 19. öld var í þeim fræðum
gjaman lögð mikil áhersla á áhrifarann-
sóknir (e. „influence studies“); leitaðir
vom uppi áhrifavaldar verka og hugað á
ýmsan hátt að rótum þeirra og uppmna, og
oft reynt að festa hendur á ,,þjóðlegum“
einkennum.2 Með samanburði bókmennta í
ólíkum löndum myndaðist á hinn bóginn
visst andóf gegn þessum þjóðlega bók-
menntasöguskilningi sem mjög færðist í
aukana á 19. öld og oft var (og er) mjög
einangrandi.
Innan samanburðarbókmennta tókst þó
ekki að móta nýjan og styrkan bókmennta-
söguskilning sem staðist gæti hinni þjóð-
legu bókmenntasögu snúning. Á fyrri hluta
þessarar aldar var mikil kreppa í greininni
og það er ekki fyrr en komið er nokkuð fram
á síðari hluta aldarinnar að endumýjaður
kraftur færist í samanburðarbókmenntir,
ekki síst í Bandaríkjunum. Þá tekur þetta
hugtak í raun að marka vettvang almennrar
bókmenntafræði og kenningalegrar um-
ræðu sem er fjölþjóðleg í sjálfri sér og oftar
en ekki þverfagleg og hefur orðið til að
koma á innbyrðis tengingum í hugvísind-
TMM 1993:4
75