Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 80
stærð heldur háðar viðbrögðum og túlkun lesandans. Slík „tilvitnun“ — ítreka ber að það hugtak er notað í víðari merkingu en alla jafna — er nefnd „intertext" á erlend- um málum og ég kýs að kalla hana einfald- lega „tengdatexta“. Með því er jafnframt lögð áhersla á muninn á „föðurtexta“ áhrifarýninnar og þeim mægðum (stöðu ,,tengdaforeldra“) sem felast í textatengsl- um er lúta jafnframt að lesandanum — mismunandi lesendur geta séð ólíka tengdatexta í sama verki án þess að einn hafi réttar fyrir sér en annar. Einhver bendir nú kannski á að hið sama gildi um vísun (e. „allusion") og spyr hvort þörf sé á nýju hugtaki til að fjalla um samband texta. Vís- unum sé oftar en ekki ætlað að vekja athygli lesanda á hliðstœðu í öðru verki. Texta- tengsl taka vissulega til vísana, en þau eru víðara hugtak, eins og ég kem að hér á eftir. Jafnframt væri þetta léttvægt hugtak ef við létum það taka til mjög almennra einkenna sem verk eiga sameiginleg, til dæmis að flokkast undir sömu bókmenntategund eða fást við svipað viðfangsefni. Markmið mitt er ekki síst að kanna hvort gagnlegt sé að eiga hugtak þarna á milli — hugtak sem tekur til virks merkingarsambands texta sem lesandi ber á einhver hátt saman (og vert er að leggja áherslu á að „samanburð" ber hér ekki að skilja sem gæðamat heldur sem könnun hliðstæðna og annarra tengsla er sjá má með verkum). IV Könnun textatengsla er túlkimaraðferð og gera verður ákveðinn greinarmun á þeim og rittengslum. Þegar rannsökuð eru rittengsl í t.d. íslenskum fombókmenntum er leitast við að staðfesta aldursröð verka og hand- rita. Hinsvegar er hægt að kanna tengsl, sem túlkandi sér milli ákveðinna texta, án þess að ljóst sé hvor sé eldri og hafi hugs- anlega mótað tilurð hins. Á hinn bóginn má líka segja að rittengsl séu eitt afbrigði texta- tengsla, sem í víðasta skilningi geta verið jafn fjölbreytileg og sambönd texta em ólík. Rannsóknir á textatengslum beinast þó oftast að sambandi verks við tengdatexta sem er sögulegur undanfari þess. Þýðingar geta þannig skoðast sem ein gerð textatengsla og þær em auðvitað til í ýmsum myndum, mismunandi frjálsleg- um. Fyrir kemur einnig að frumsamið verk reynist við nánari aðgæslu að verulegum hluta byggt á lauslegri þýðingu erlendra texta, þó að sköpunarstarf höfundarins geti verið jafnmerkilegt og ella.8 Ýmis verk em eftirlíkingar eða endursagnir annarra verka (þótt slík ritstörf hafi oft þótt léttvæg iðja á öld frumleikans) og í ýmsum tilvikum hlýt- ur ritstuldur að geta talist dæmi um texta- tengsl ef ránsfengurinn hafnar í nýju verksamhengi. Eins má nefna að verk sem skopstælir annað verk myndar við það sterk textatengsl. Otalmörg verk em að einhverju leyti ,,tilbrigði“ við eldri verk, gjarnan þá þekkt klassísk verk, eða nýta sér formgerð- arþætti þeirra í eigin þágu (sbr. hvemig Joyce notar Ódysseifsk\’iðu í Ulysses). Slíkir textar hafa stundum verið nefndir „undirtextar" (e. ,,subtext“) í þeim verkum sem nýta sér þá. Stundum má raunar segja að viss verk verði heilmiklir „fastapunkt- ar“ og viðmiðunartextar í einstökum bók- menntakerfum, eins og Ódysseifskviða hefur orðið á Vesturlöndum eða nokkrar Islendingasögur, ljóð Jónasar Hallgríms- sonar og skáldsögur Laxness hér á landi. Iðulega má sjá í skáldverkum viðbrögð 78 TMM 1993:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.