Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 81
eða andsvör við einstökum öðrum textum; stundum sjást þess merki að ljóð eða önnur skáldverk fara í saumana á eldri textum til að endurmeta mynd þeirra af veruleikan- um. Ég vænti þess til dæmis að skáldsög- umar Dalafólk eftir Huldu og Sturla í Vogum eftir Guðmund Hagalín megi skoð- ast sem viðbrögð við Sjálfstœðu fólki Hall- dórs Laxness. Tvö eða fleiri verk geta einmitt tengst í gegnum verk sem er sam- eiginlegur tengdatexti þeirra. Skáldverk geta svo jafnvel tekið önnur verk til beinnar og ítarlegrar umfjöllunar; þannig er skáld- saga Christophs Ransmayr, Hinsti heimur (sem Kristján Amason þýddi á íslensku) mögnuð ,,útlegging“ á Ummyndunum, meginverki rómverska skáldsins Óvíds. Iðulega vísa skáldverk til annarra verka, en láta lesanda eftir að útfæra eða rekja tengsl verkanna að öðru leyti. Sem dæmi um slíka sporrakningu má nefna nýbirta grein Svövu Jakobsdóttur um ,,Grasaferð“ Jónasar Hallgrímssonar, þar sem hún fjallar m.a. um tengsl sögunnar við Paradísar missi Miltons í þýðingu Jóns Þorlákssonar.9 Vísanir opna lesanda túlkunarleið, en oft getur verið um textatengsl að ræða þótt skáldverkið geri það ekki beinlínis opin- skátt. Þá hvílir enn meir á túlkun og rök- semdafærslu lesandans, og svo getur farið að textatengslin eigi sér fyrst og fremst stað í túlkun hans, eins og áður var vikið að; myndu sumir telja að slíkt heyrði undir svið viðtökufræðinnar — þ.e. rannsókna á stöðu lesandans í verkunum — fremur en tengsl milli verkanna sjálfra. í því sambandi ber þó að gæta þess að með textatengslum er einmitt lögð áhersla á höfundinn sem lesanda. I öllum þeim dæmum sem rakin voru hér að framan hvíl- ir textinn á lestri annarra verka. Höfundur- inn les áður en hann skrifar, og í skrifunum vinnur hann úr eða bregst á einhvem hátt við þessum lestri sínum. Skrifin felast í skapandi tengingum tilvitnana, svo notað sé hugtak sem ég sótti áður til Kristevu og Barthes. Franskur kollegi þeirra, Jacques Derrida, hefur einnig lagt áherslu á tungu- málið sem tilvitnun; engin boðskipti em hugsanleg nema hægt sé að endurtaka þau eða vitna til þeirra. Að taka orðræðu úr einhverju samhengi og nota hana að nýju annars staðar er því engin brenglun heldur beinlínis það sem fólk er alltaf að gera, hvort sem það er að spjalla saman eða skrifa skáldverk.10 Skáldverk byggja að sjálfsögðu ekki ein- göngu á tilvitnunum í önnur skáldverk og á samspili við þau; hvað með þann umheim sem verkið lýsir og vísar til? En kannski er ekki fráleitt að með textatengslum megi skýra betur en ella það samband skáldverks við ,,veruleikann“ sem vafist hefur fyrir flestum kenningasmiðum bókmenntafræð- innar (rétt eins og í öðmm listgreinum). Táknfræðilega er hægt að líta svo á að við nálgumst hinn sögulega og hlutræna veru- leika einatt sem tilvitnun; skáldleg orðræða er fyrst og fremst skapandi vinna með textatengsl sem öll samfélagsleg skipan reynist hvíla á. Ekki er beinlínis hægt að segja að veruleikinn sé tilvitnun — þótt þá ályktun mætti draga af ýmiskonar málnotk- un í samfélaginu — en þekking manna og hugmyndaforði er óneitanlega einskonar safn tilvitnana. Nú mætti halda að ritgerð þessi væri að því komin að galopnast út á víðan völl einhverskonar alheimstexta. Ég mun þó senn koma úr þessari hringferð aftur að tengslum þeirra tveggja skáldverka sem rætt var um í upphafi. En fyrst má velta því TMM 1993:4 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.