Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 85
„einsog himinglöð dvergnorn“, í kirkju- garð (hann sækir slíka staði raunar heim á öllum áfangastöðum sínum): Gaddar á gráu hliði, grár steinveggur, grár himinn yfir: og hefur tekið við sálum þessa fólks sem liggur hér undir fargi moldar og steina. Stundum verður mér hugsað til þess hvort himingólfið þoli allan þennan fjölda sem hefur safnast saman þarna uppi gegn- um tíðina, og komi sprunga í gólfið taki að rigna eða snjóa löngu dauðu fólki og kannski dýrum líka. Ég sé fyrir mér þessa dökku iðandi skýflóka sem nálgast jörðina hratt einsog engisprettuplága, svo opnast óteljandi skærrauðar fallhlífar úr englasilki og byrgja sólu. (107-108) Þessi makalausa andhverfa upprisumynda er eitt af mörgum dæmum um ferð í neðri heim í þessu verki Gyrðis. Oft er sigið eða kafað eða hugsað niður í ríki svefns eða dauða. Ef bera á snúning mylluhjólsins milli náttúru og yfimáttúru í Myllunni sam- an við ámóta hreyfingu í Svefnlijólinu, þá verður að hafa í huga að yfirnáttúra Gyrðis er oftast undirheimur, en jafnframt að þau djúp eru kvik af ,,líft“, hversu annarsheims- leg sem þau virðast. En verkin tvö eiga það sameiginlegt að loka hringjunum milli lífs og dauða, náttúm og yfimáttúru, vöku og draums; þau neita okkur um ,,skynsamleg“ skil þama á milli. Slík höfnun er eitt aðal- einkenni fantasíu sem bókmenntaforms og veldur því að innan hennar getur dauði runnið saman við líf, rökleysan saman við röklegt tungumál. Hringurinn eða hjólið er í senn gmnn- mynd og hreyfilögmál beggja skáldsagn- anna og mun ég einbeita mér að þeim hér í lokin — ekki síst vegna þess að þetta lög- mál varðar einnig beinlínis eðli texta- tengsla. Ég hef þegar ýjað að því hvemig hreyfing mylluhjólsins á sér samsvörun í ferðalagi Svejhhjólsins\ sagan fer í hring og tengist þannig ýmsum hringuðum skáld- verkum sem bíta í skottið á sér á svipaðan hátt. Þó að Svefnhjólið sé ekki hestlaus saga, má segja að í stað gæðinganna hans Jósteins skapi Gyrðir aðra hringmynd eða hjól, nefnilega hjólhest sögumanns, mótor- hjól sem hefur raunar breyst í reiðhjól í síðasta söguhluta. Þar gefur að líta annað endurskapað bókmenntaatriði, þegar sögu- maður reiðir stúlku á hjólinu sem leið ligg- ur í kirkjugarðinn, þótt hann sé fremur sakleysislegur Myrkárdjákni og hún raunar bíræfin skotta. Titill verksins vísar þó ekki fyrst og fremst til þessa hjólhests heldur til ferða sögumanns fram og aftur yfir landa- mæri svefns og vöku — eða lífs og dauða. Og þar á milli fer hann um lög fremur en láð; fyrst í baðkarinu en síðan í sjófömm: einkennilegri duggu sem er „einsog sykur- kar í yfirstærð" (117), og að lokum segl- skipi sem hann vonar að sé ekki fleyið hans Ódysseifs (142). „Svefnhjól" býr því yfir mjög víðri skírskotun til söguheimsins, rétt eins og myllan í sögu Boruta. Myllan er lífs- og örlagahjól, en þegar Marsella deyr „hætti myllan á Barði að snúast. Með vængjum hennar hafði lífs- hjólið undist upp. En í stofu Barð-Helga stóð nú vagga og kista“ (63). Nýtt líf sprett- ur af dauða þótt Barð-Helgi hafi örvænt í fyrstu; hinsvegar er það kaldranalegt að hann skuli skömmu síðar fá Mýramóra til að knýja mylluna. Myllan er hjól dauðans ekki síður en uppskerustöð lífsins og jafn- framt tákn heimsmyndar sem leitast við að hringa saman mótsagnir veraldlegra og yfirskilvitlegra afla. Hringurinn er kannski margbrotnasta TMM 1993:4 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.