Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 97
skilningi. Með því að bíta sig í orðin eða stundum aðeins hljóm þeirra, fremur en temja sér innihald eða hugsun sem þau kunna að vekja, sjá lesendur og gagn- rýnendur ekki blæbrigði í verkum sem eru einstaklingsbundin og kannski ekki inn- legg í aðra baráttu en átökin við manneðlið og eru ekki unnin með það í huga að þeirra bíði möguleiki, húrrahróp eða læti í þeim sem ráða yfir innkaupatöskunni á markað- inum. Þau em jafnvel ekki einvörðungu sniðin fyrir minnið, brjóstvitið eða skiln- inginn, síst þann eina rétta, en spretta af löngun til að leita að hugleiðingum um það, hvers eðlis kunni að vera endalaus leið óskiljanleika lífsins sem virðist fela sig jafn skjótt og stálminnið heldur að það hafí fundið óhagganlegan skilning. Líkt og mannkynið grípur til sinnar gleymsku virð- ist lífið endumýja sig með því að vekja ósjálfrátt skilningsleysi þeirra sem lifa eftir settum reglum. Framsæknum bókmennt- unum er farið á svipaðan hátt, þær vekja skilningsleysi rétta skilningsins og áhuga- leysi fjöldans er undirstaða lífvænlegra bóka. Þannig bókmenntir hallast að eðli sínu í sama mæli og þær snúa sér frá því og að öðrum, þær mála sjálfsmynd en jafn- framt heimsmynd. Sé tekið dæmi um ein- staklingsbundna fagurfræði úr öðrum listum verður Rembrandt áberandi: hann málaði sjálfsmynd í hvert sinn sem líf hans og líf annarra fékk nýja mynd, svo erfitt er að greina sjálfsmyndir frá tímamótum hans og málverkum af breytingum innan samfé- lagsins. Framsækinn listamaður grípur til svipaðs ráðs í von um að geta haldið sér lifandi á líðandi stund. Hann hverfur ekki aftur til annarra tíma með það í huga að finna fortíðina og færa hana inn í verk sín, hann veit að í fortíðinni finnst aðeins það sem breytist ekki, hið steinrunna, stein- gervingar, annað hefur gufað upp, týnst, eða horfið inn í framtíðina. Að sjálfsögðu verður sá skáldskapur sem er að mestum hluta tilraunir með sjálfan sig, annað hvort með samleik innra lífs skáldsins og þjóðlífsins, eða með mótleik hvors tveggja, aldrei langvarandi í sögu listanna og mannsins. Hvorki þær né hann þola mikla leit á eigin vegum. Innan skamms endar leitin að hinu óþekkta á því að listamaðurinn, efnið og formið, biðja um forskrift og leiðsögn, fylgjendur og læri- sveina á hefðbundnum leiðum. Þetta þarf ekki að merkja það, að listirnar staðni eða bindist einhveiju sem fannst í fortíðinni, reglum eða stálminni, heldur þekkja nú- tímalistirnar af reynslu þessarar aldar, að stöðug upphafning á framúrstefnu getur orðið fáránlegri og jafnvel skaðlegri en lof- söngur um hefðirnar. Það er af því að fram- úrstefnum og formbyltingum hættir til að lognast út af í klaufalega uppleystum bamaskap; eðlis síns vegna eiga þær engar hefðir eða aldagamla fágun. í lifandi samfélagi getur ólíklegasta göngulag átt upp á pallborðið hjá að minnsta kosti snobbunum, galdrafólki sem lætur svo vel að þykjast að það heillar aðra með sér fram og aftur um söguna, bæði smekkinn og fagurfræðina, og fær ungviðið til að trúa hverju sinni, að það sé við stigið spor efst á baugi og samkvæmt tískunni. Nú hefur þessu „tilgerðarlega" eða leikglaða fólki verið útrýmt með alvarlegri þekkingu fræðinga, og afleiðingin er sú að síðasta leiðsögn í listum er ótryggur markaður, vin- sældir í fjölmiðlum og löngun til að finna söguleg viðfangsefni sem fótfestu í skáld- skap. Ekki er ólíklegt að krafa dagsins til íslenskra rithöfunda verði brátt sú, að það TMM 1993:4 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.