Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 103
hægri- og vinstrisinnaðri hneykslun skóla- genginna smáborgara úr millistétt eftir að Tómas Jónsson: metsölubók og Astir sam- lyndra hjóna komu út, þegar bijóstvitrir bændur í menningargeiranum, pokaprestur í Hallgrímskirkju, sovétvinir sem afbökuðu kommúnismann og hreinlyndar konur létu ljós sitt skína í allri rigningunni. Þetta gæti staðfest grun um að draugar endurfæðist í menningarlífínu á íslandi með árvissu millibili, þótt ekki sé hægt að reka traustar stoðir undir það, að Kristján sé einn af þeim. Hann mun hafa fæðst árið eftir að önnur bókin kom út en sama ár og hin. Það er hugsanleg skýring að þjóðin haldi inn í svipað afturhaldstímabil og ríkti þá, en núna er það miklu menntaðra og afturhalds- seggimir hafa hugtakaheiti á hraðbergi á sama hátt og afbökunarmenn allra hugsjóna hafa jafnan lært fræðin utanbókar til þess að lenda með þær utangarðs í lokin, en sjálfir hafna þeir makindalegir í andstæðu sinni. Ýmislegt í framkomu Kristjáns á ritvell- inum í TMM svipar til þess þegar maður kemst í lélega valdastöðu til þess eins að misnota valdið, sem er algengt hjá þjóðum með litlar hefðir í stjórnsýslu og menning- armálum. Menn geta látið eins og þeir væru Hitlerar t.d. innan fræðigreina eða á Skatt- stofunni. En hann ætti að vita að flest í bókmenntum er á einhvem hátt tilraun höf- undar til að skilgreina eðli samfélagsins sem bækurnar fjalla um. Háttur skálda, og vitsmunavera yfir höfuð, er að reyna að skilgreina og komast að sjálfum sér, mis- takist honum það kemst hann aldrei að sam- félagi og þjóð sinni: leið skáldsins liggur að jafnaði í gegnum það sjálft. Það er á þennan hátt að skáldsögur eru ævisögur, en niður- stöður skálda verða aldrei endanlegar, þær eru aðeins brúklegar um stund. Sagnaheim- urinn er loðinn og eðli hans felst í undan- færslu formanna í ríki sínu. Aðeins guðsríki var skilgreint fyrir fullt og allt og Sovétrík- in í eitt skipti fyrir öll. Þau vom lokastig sögunnar og sjá hvemig er komið fyrir þeim! Þrátt fyrir það væri kjánalegt að halda að kristnin og sósíalisminn séu falln- ar stefnur úr því að ofríki prestanna braut niður byggingu sína um stund. Líklega fer mest fyrir brjóstið á Kristjáni og lærðum mönnum sem hafa fjallað um bók Kristínar, að Guðbergur reynir í henni að skilgreina kynslóðir og eðli þeirra. Skil- greiningamar kalla þeir.....,,pillur“ sem hann þarf bókina á enda að senda hinum og þessum, einkum þó langskólagengnu fólki af 68 kynslóðinni". Léleg menntun notar þau rök, að skil- greiningar séu ,,pillur“ og lítur á það sem glæp að efast um gildi langskóla. Menn geta verið langskólagengnir án þess að hafa tileinkað sér menntun. Goðsagan um menntunina, eins og við þekkjum hana á þessu landi, varð til í íslenskum afdölum og höfð í svipuðum dúr og ævintýrið um hana Búkollu, það er bara að taka hár úr hala hennar og leggja það á jörðina, þá opnast fjöllin og þá finnst lárviðarsveigurinn og lausnimar. Það má auðvitað ekki efast um að heilaga kýrin, hún Búkolla, sé geld og halinn löngu orðinn hárlaus af endalausum reytingi í þágu frekjulegra bæna lands- manna. Um þessa hjátrú bændasamfélags- ins ætla ég ekki að fjalla í þessari grein. En mér finnst ekki ólíklegt að fram komi mikl- ar efasemdir á næstu öld um þá stefnu, sem menntun og lærdómur tóku á þessari, og sýnt verði hvemig hvort tveggja á gríðar- legan þátt í ógæfu mannkynsins. Það em ekki hinir ómenntuðu og snauðu sem ógna TMM 1993:4 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.