Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 104
lífi á jörðinni heldur lærðir menn og lang-
skólagengnir. Þeir hafa beitt lærdóminum
með öðrum hætti en frá er sagt í goðsögunni
um mannúð menntunarinnar, þeir hafa snú-
ið honum gegn sjálfum sér og henni.
Ogæfa íslenskrar bókmenntafræði
Ég hirði ekki um að fjalla um fleiri atriði í
umsögn Kristjáns B. Jónassonar. Þó ber að
benda á það, að í fræðimennsku er gott að
gefa sér ekki lausnir eða krefjast fyrirfram
hvemig efnið eigi að vera sem er athugað.
Það kemur ekki ,,til móts“ við fræðimann-
inn á svipaðan hátt og skáldið sem varð
fyrmrn við kröfu marxismans, og núna
markaðarins, að koma til móts við lesendur.
Fræðimaður má ekki rugla þessu saman.
Það sómir þess vegna ekki að maður með
B.A.-próf segi: „... bókin miðar ekki endi-
lega að því að opinbera persónuna Guðberg
Bergsson heldur skoðanir hans, sem óneit-
anlega er nokkuð svekkjandi fyrir þá sem
hefðu viljað sjá meira af safaríkum lýsing-
um á einkalífi hans“.
Sá sem tekur þannig til orða heldur að
skoðanir séu ekki hluti af persónu manns.
Ég veit ekki hvað bókmenntagagnrýnand-
inn og prófessorinn í sálfræði segir um
þannig viðhorf, en mér sýnist á ritsmíðinni,
að þegar gagnrýnandinn kemst að því að
veruleikinn er annar en það sem hann
ímyndaði sér áður en hann kynntist honum,
í þessu tilviki bókinni, þá líti hann ekki í
eigin barm og athugi hvort ekki sé eitthvað
bogið við veruleikaskyn og viðhorf hans
sjálfs, heldur verði hann svekktur yfir vem-
leikanum og afneiti honum nema sem tali
úr munni bilaðs manns. Þess vegna heldur
hann áfram í samræmi við óskhyggjuna, en
verður að þessu sinni á valdi tilfinninganna,
svo engu er líkara en vitið í honum hafi
piprað:
„Viðtalsformið sjálft veldur því nefni-
lega að Guðbergur er ætíð í einskonar vöm.
Hann reynir að verja sig fyrir græðgi les-
andans."
Þannig skrifar ekki fræðimaður í TMM,
nema það sé orðið að málgagni vonbrigð-
anna og játningabókanna. Svona töluðu
sumar slappar konur í Grindavík löngu fyrir
stríð ef þær voru á góðri leið með að ganga
ekki út, þrátt fyrir endalaust karlmanna-
stand á böllum. Á eftir fjösuðu þær svekktar
um karlmann sem væri alltaf í eins konar
vöm og „náttúraður fyrir feluleiki og und-
anbrögð“, en þær þekktu sosum ósköp vel
veiku punktana á svona mönnum, þótt þeir
reyndu að fela sig með grímum og verja sig,
ekki fyrir græðgi lesandans, heldur þeirri
sem ég nefni ekki á prenti. En „það loðna“
er í neðri hluta búksins á jafnvel kristilegu
fólki.
Hvemig stendur á því að kerlingar í
Grindavík, sem fjösuðu í eldhúsum í krepp-
unni eftir 1930, skuli vera gengnar aftur í
Háskóla íslands, þar sem kennaramir ganga
með doktorsgráðu upp á vasann frá háskól-
um um allan hinn heimsborgaralega hnött?
Ég ætla ekki að reyna að svara þessari
góðu spurningu, en ég lýsi því yfir í lokin,
að ef ég væri bókmenntakennari og læsi
svona ritsmíð eftir nemanda minn í virtu
tímariti, gengi ég út og hengdi mig á stytt-
unni af Sæmundi fróða sem reiðir bókina
til höggs gegn heimska selnum. Mér þætti
auðsætt að ég hafi snúið hlutunum við með
kennslunni, því Sæmundur fróði hinn nýi
gengur í lið með öðmm rísandi afturhalds-
öflum og reiðir nú vitra selinn til höggs
gegn vitlausu bókinni.
102
TMM 1993:4