Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 104
lífi á jörðinni heldur lærðir menn og lang- skólagengnir. Þeir hafa beitt lærdóminum með öðrum hætti en frá er sagt í goðsögunni um mannúð menntunarinnar, þeir hafa snú- ið honum gegn sjálfum sér og henni. Ogæfa íslenskrar bókmenntafræði Ég hirði ekki um að fjalla um fleiri atriði í umsögn Kristjáns B. Jónassonar. Þó ber að benda á það, að í fræðimennsku er gott að gefa sér ekki lausnir eða krefjast fyrirfram hvemig efnið eigi að vera sem er athugað. Það kemur ekki ,,til móts“ við fræðimann- inn á svipaðan hátt og skáldið sem varð fyrmrn við kröfu marxismans, og núna markaðarins, að koma til móts við lesendur. Fræðimaður má ekki rugla þessu saman. Það sómir þess vegna ekki að maður með B.A.-próf segi: „... bókin miðar ekki endi- lega að því að opinbera persónuna Guðberg Bergsson heldur skoðanir hans, sem óneit- anlega er nokkuð svekkjandi fyrir þá sem hefðu viljað sjá meira af safaríkum lýsing- um á einkalífi hans“. Sá sem tekur þannig til orða heldur að skoðanir séu ekki hluti af persónu manns. Ég veit ekki hvað bókmenntagagnrýnand- inn og prófessorinn í sálfræði segir um þannig viðhorf, en mér sýnist á ritsmíðinni, að þegar gagnrýnandinn kemst að því að veruleikinn er annar en það sem hann ímyndaði sér áður en hann kynntist honum, í þessu tilviki bókinni, þá líti hann ekki í eigin barm og athugi hvort ekki sé eitthvað bogið við veruleikaskyn og viðhorf hans sjálfs, heldur verði hann svekktur yfir vem- leikanum og afneiti honum nema sem tali úr munni bilaðs manns. Þess vegna heldur hann áfram í samræmi við óskhyggjuna, en verður að þessu sinni á valdi tilfinninganna, svo engu er líkara en vitið í honum hafi piprað: „Viðtalsformið sjálft veldur því nefni- lega að Guðbergur er ætíð í einskonar vöm. Hann reynir að verja sig fyrir græðgi les- andans." Þannig skrifar ekki fræðimaður í TMM, nema það sé orðið að málgagni vonbrigð- anna og játningabókanna. Svona töluðu sumar slappar konur í Grindavík löngu fyrir stríð ef þær voru á góðri leið með að ganga ekki út, þrátt fyrir endalaust karlmanna- stand á böllum. Á eftir fjösuðu þær svekktar um karlmann sem væri alltaf í eins konar vöm og „náttúraður fyrir feluleiki og und- anbrögð“, en þær þekktu sosum ósköp vel veiku punktana á svona mönnum, þótt þeir reyndu að fela sig með grímum og verja sig, ekki fyrir græðgi lesandans, heldur þeirri sem ég nefni ekki á prenti. En „það loðna“ er í neðri hluta búksins á jafnvel kristilegu fólki. Hvemig stendur á því að kerlingar í Grindavík, sem fjösuðu í eldhúsum í krepp- unni eftir 1930, skuli vera gengnar aftur í Háskóla íslands, þar sem kennaramir ganga með doktorsgráðu upp á vasann frá háskól- um um allan hinn heimsborgaralega hnött? Ég ætla ekki að reyna að svara þessari góðu spurningu, en ég lýsi því yfir í lokin, að ef ég væri bókmenntakennari og læsi svona ritsmíð eftir nemanda minn í virtu tímariti, gengi ég út og hengdi mig á stytt- unni af Sæmundi fróða sem reiðir bókina til höggs gegn heimska selnum. Mér þætti auðsætt að ég hafi snúið hlutunum við með kennslunni, því Sæmundur fróði hinn nýi gengur í lið með öðmm rísandi afturhalds- öflum og reiðir nú vitra selinn til höggs gegn vitlausu bókinni. 102 TMM 1993:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.