Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 106
sandi“. TMM 1988/3, bls. 338-365). Hún er hinn eiginlegi kjami þeirrar rómantísku skáld- sýnar sem stöðugt umbreytir heiminum í gegn- um tungumálið fyrir tilstilli myndhverfinga, líkinga, persónugervinga og tákna, hún er sú hugsun sem reynir að birta samsvörun mann- legs skilnings við allt sem er umhverfis hann, allt til enda alheimsins. En þó svo að þessi lífhugmynd sé þannig eins og stöðugur djúpsjávarstraumur í nútímanum og beri því ljósan vott að við þráum að faðma raunveruna án allra milliliða, er engu að síður vart hægt að segja að hún sé trúverðugur veru- leiki í obbanum af bókmenntaverkum samtím- ans. Það mætti kannski fremur segja að þau reyni með klókindum að nýta sér tengslin og samsvaranimar á milli hinna ólíku merkingar- sviða til að krækja fimlega fyrir þá heimsmynd sem ólst upp undir handaijaðri iðnbyltingarinn- ar og hinnar vélrænu tæknihyggju, fremur en að í þeim sé þessari heimsmynd skákað út af borð- inu. Jafnvel þótt hin lífgerða veraldarsýn sé sett fram sem eini möguleikinn til skilnings á mann- inum og umhverfi hans fylgir henni oftast eitt- hvert beiskt aukabragð, óþægilegt hugboð um að plánetumar muni aldrei aftur geyma í sér volduga þarma, að þegar við fálmum eftir „líf- gerðri" merkingu þá gufi hún upp og samsvar- animar séu fremur leikrænir tilburðir en fullgildur vemleiki sem hægt sé að ætlast til að fólk taki fullkomlega mark á. Þetta ástand helst í hendur við þá breytingu sem hefur átt sér stað í vestrænni list og hugsun á síðustu áratugum frá því að líta á náttúruna sem viðmið sköpun- arinnar, yfir í að líta á hinn manngerða táknheim sem forðabúr hennar. Slík hugsun gerir aðeins ráð fyrir að náttúran sé eftirmynd náttúm, hug- myndafræðilegur tilbúningur sem sveimar um í textum og myndum og allt tal um „samband við náttúmna“ sé því tal um illa gmndaða trú á að það sé eitthvað til sem heitir náttúra utan við hugmyndir samfélagsins um náttúm. Það þýðir því í raun ekki að höndla lífheiminn í skáldverk- um, þar sem hann er ekki til nema sem hugmynd til að leika sér að, hann er aðeins eitt lagið í viðbót á milli okkar og einhvers sem við viljum komast í samband við (en getum í raun ekki) og okkur beri að sætta okkur við það og takast á við þennan nýja vemleikaskilning. Hins vegar em þeir æði margir sem finnst að þar með séum við endanlega búin að múra okkur inni; að þegar öll skynjun, jafnvel sú sem á að færa okkur nær kjama hlutanna er orðin miðluð, tilbúin af öðrum og án merkingarlegrar festu, þá lrkist reynsla okkar af heiminum mest því að stara á þykka olíubrákina sem flýtur ofan á sjónum í skítugri höfn vestrænnar menningar. Viðbrögð við nútímanum I bókmenntum síðustu ára og áratuga má í gróf- um dráttum greina þrenns konar viðbrögð við þessari kreppu lífheimsins í skáldskapnum (þar með er ekki sagt að hér sé um einhverja þrjá höfuðflokka bókmenntanna að ræða). I fyrsta lagi hafa fjölmargir höfundar spurt sig og aðra hvort listinni beri ekki að taka afleiðingum þeirrar heimsmyndar sem umlykur hana og skrifa verk sem séu laus undan eldfornum líf- kreddum. Þetta eru þeir sem eygja frelsið í þeim aðstæðum sem greint var frá hér að ofan og hafa óhikað lagt til atlögu við hinn rómantíska skáld- skaparskilning, menn eins og frönsku nýsögu- höfundamir, konkretljóðskáldin eða mínimal- istamir sem skutu upp kollinum á níunda ára- tugnum. Öllum þessum hreyfingum er það sam- eiginlegt að í þeim er gerð tilraun til að ráðast beint að veruleikanum, að nýta sér vitundina um huglægni allrar sköpunar til að yfirvinna hana, þurrka út sviðið sem liggur utan við kjarn- ann og gera hressilega vorhreingerningu í list- inni. Þessar tilraunir hafa borið gimilega ávexti en um leið sýnt fram á hve erfitt það er að losa skáldskapinn úr viðjum hins lífgerða tungumáls og setja hann inn í einhverja fyrirbærafræðilega vfdd. Það má kannski segja að flestir skilji vel tilganginn með þessum tilraunum og hugsunina sem liggur þar að baki en yppi síðan öxlum, tungumálið beri jú, þegar allt kemur til alls ekki þess konar skáldskap, með hvað stöndum við uppi þegar nafnið eitt á að lýsa fyrirbærinu, er það ekki bara banalítetið sjálft? Kannski birtist best í þess konar viðbrögðum óánægjan með að skáldskapurinn sé „ekkert meira“ en sundur- greinandi orðræða, lík þeirri sem vísindin styðj- ast við, og þreytan sem sækir á fólk þegar listin 104 TMM 1993:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.