Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 107
ætlar sér að nöktum kjamanum sem flestum sýnist að sé aðeins langdregin endurtekning á sömu úldnu hugmyndinni. Önnur tegund af viðbrögðum birtist síðan í þeim verkum sem leggja til atlögu við hinn manngerða táknheim en miðla honum sem líf- gerðri vídd. Þau birta hann sem eitthvað sem er samslungið skáldskaparhugsuninni, eitthvað sem væri ef til vill ekki til nema því aðeins að skáldskapurinn, að ímyndunaraflið sem er í grunninum lífgert, hefði skapað það. Einn glæsilegasti fulltrúi þessarar hugsunar var lík- legast ítalski rithöfundurinn Italo Calvino sem skóp í kynngimögnuðum verkum sínum frá- sagnarheim sem í senn var ákaflega tæknilegur og fullur af fljúgandi skáldskap. Bæði í greinum sínum og skáldverkum brá hann upp afar at- hyglisverðri leið til að lýsa heimsmynd nútím- ans, tækni hans og vísindum með hugarflugi sem sýndi algerlega nýja mynd af þessum hlut- um, gerði þá að sjálfsögðum og eðlilegum hlut í skáldskapnum en var um leið gagnrýnið á skuggahliðar þeirra. Það má einnig sjá sams- konar viðleitni í mörgum eldri verkum Gyrðis Elíassonar (Einskonar höfuð/lausn (1985), Bak við maríuglerið (1985)) þar sem öguð skáldvit- und hrífur margflókin kerfi nútímasamfélags^ ins, vörumerki þess, fjölmiðlun og list og hefur þessi fyrirbæri upp á kyrrlátt og höfugt svið sem sýnist vera órafjarri þeirra eiginlega ástandi. En þó svo að skáldið megni þannig að koma bönd- um á hina ytri óreiðu og færa hana inn á annað svið er líkt og þessi bönd haldi henni, að þessi táknasjór muni á hverri sekúndu geta ruðst út úr öguðu forminu og eytt öllu sem fyrir verður. Því lúrir í þessum ljóðum djúpur uggur, grunur um skelfilega ógn sem muni þá og þegar dynja yfir. Þau eru undarlegt sambland af grimmu og taugaveikluðu tungumáli sem er við það að fara að sprengja af sér böndin en helst um leið furðulega höfugt, rétt eins og það sé alltaf verið að lýsa vinalegum morðingja sem reiðir til höggs þegar maður ætlar að sækja handa honum aðra brauðsneið. Þannig gefst skáldskapurinn ekki upp andspænis tvístrun merkingarinnar heldur lifir á spennu á milli ofgnóttar mynda, nafna og tákna og þess krafts sem skáldið verð- ur að beita til að koma skipulagi á þau. Hvemig merkingunni sem aldrei er til staðar er þrengt inn í hugarsmíð sem um stund heldur henni eftir undir „sviðsljósi lúxólampans“. Þriðja og síðasta leiðin er síðan sú að ganga inn í lífheiminn og gera hann að virku afli í skáldskapnum. Það þýðir í raun og veru að skáldin verða að trúa á að orðin miðli ekki aðeins ímynduðu sambandi við raunvemna, að þau opni sýn í duld tengsl hlutanna, heldur einnig að þau megni að skapa nýja vídd hugs- unar þar sem bandormamir byltast aftur um í óravíddum geimsins, þar sem maðurinn er að nýju staddur í fijóu samhengi við náttúrulegt umhverfi sitt. Slík framkvæmd stangast óneit- anlega á við ,,merkingarskriðið“ sem hinn manngerði táknheimur nútímans virðist ein- kennast af. Vandamál hans er einmitt að það er hvergi pláss til að ímynda sér tilurð nýrrar sjálfsvitundar, hvergi staður til að ímynda sér leiðina út og því hlýtur sá sem staddur er í eilífu flæði táknanna að vera líkt og fiskimaður sem berst áfram með straumi og reynir um leið að fanga fiskana, afli hans er háður tilviljun og aðstæðum en byggist ekki á að hann þekki góðan ál þar sem laxamir lúra í friði. Ef til vill er þó sköpun nýs merkingarheims afrek sem enginn getur unnið af sjálfsdáðum heldur verða þar að koma til aðstæður sem gera honum það kleift, en þegar allt kemur til alls er frelsi okkar kannski fyrst og fremst fólgið í því að geta ímyndað okkur slíkan merkingarheim, ímynd- að okkur sjálf í nýjum fötum í nýjum heimi og geta sett þennan heim fram sem trúverðugan veruleika en ekki sem hlægilega útópíu. Lífsöngur Allt frá útkomu ljóðabókarinnar Tvö tungl (1989) hefur skáldskapur Gyrðis snúist að miklu leyti um þessa hugmynd, þennan mögu- leika á að skapa sjálfsvitund sem trúir að líf- heimurinn sé fullgildur veruleiki. Þessi vitund hreyfir sig um grundir þar sem steinar og fjöll geyma ákveðinn lífskraft, jurtir eru gæddar rík- um áhrifamætti, dýr hafa skynjun sem tengist náið þeirri mannlegu og heimar framliðinna og horfinna eru jafn réttháir þeim sem við teljum vera „efnislegan". Þannig virkar hvert svið á TMM 1993:4 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.