Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 109
urinn að því er virðist endanlega í gervi hunds- ins Merlín sem hann hafði verið að leika og þannig verður frelsi umbreytingarinnar að skelfingu. Hamskiptin hafa fært hann í fangelsi og þær myndir sem lífið hefur tekið á sig eru þar með frystar; það er líkt og það sé verið að tala hér um sjálfsmyndir okkar, um hæfdeika okkar til að ímynda okkur umbreytingu sjálfra okkar, hvort það geti verið að hann hafi festst í rafi og komist ekki þaðan út. Það sama gildir um söguna „Bókasafnið“ því það erekki aðeins að trén séu náskyld bókunum heldur eru þau einnig náskyld mannfólkinu þó það sé ef til vill á eilítið annan hátt: Ég fer líka að andvarpa, því mér finnst fólk vera eins og tré sem hreyfast, tré sem hafa týnt rótunum en eru alltaf að leita moldarinn- ar. Ég hef óljósa hugmynd um að mannverur séu komnar af tijám sem slitnuðu upp með rótum í trylltum hvirfilstormi fyrir óralöngu — þannig er mín þróunarkenning (82). í þessari tilvitnun er líklegast fólginn lykillinn að treganum, að djúpstæðum rótum hans sem nærast á þessum söknuði eftir sambandi sem hvarf og er nú aðeins til sem ímyndað rými í hugsun okkar, sem heimur á ská við þennan. Þessi tregi er því tregi yfir forgengileikanum sem slíkum, yfir því að svo margt hverfi og verði að engu en kannski fyrst og fremst óttan- um um að hvarf þess hafi verið til einskis. Að um leið og þetta rof verði á milli okkar og þess sem býr með okkur í heiminum þá sé flæðið á milli sviðanna rofið og að við höldum því að- eins við með því að hugsa okkur aftur og aftur hvemig það gæti verið. Þessi tregi gerir bókina afar þunga, þunga í þeim skilningi að eftir því sem lesið er lengra í henni virðist hið síendur- tekna stef hans, forgengileikinn, dauðinn og hvarfið vekja hjá lesandanum drunga sem á auðvelt með að yfirkeyra hina bjartari hlið bók- arinnar sem er þarna þrátt fyrir allt, t.d. í sögun- um ,,Músarunginn“ og „Utivist“, þar sem hinir jákvæðu, „lífrænu" þættireru ráðandi. En hætt- an við tregann er að hann verði að einskonar „vanitas“-tilfmningu, að síendurtekinni áminn- ingu um endalok allra hluta sem á uppmna sinn í heimsendatrúnni, þeim gyðinglega-kristna tímaskilningi að tíminn muni einn daginn hætta, að allt muna fara, að fegurð heimsins muni hverfa. 1 þessu sambandi er lokasagan, „Myrkvinn“ líklegast róttækust. Þar er í raun lýst heimsendi, eða a.m.k. endalokum þess heims sem við nú þekkjum, og sú lýsing er vissulega skelfileg, skelfileg vegna þess hve hógvær hún er og ísmeygileg. Þannig fellur tunglið af himninum eitt kvöldið þegar sögumaður og konan hans em á göngu og þau átta sig á því að fyrst tunglið er horfið þá hlýtur sólin að vera það einnig, síðan slökkna öll önnur ljós. Vonin sem býr í þessari sögu er að í myrkrinu muni maðurinn læra að lifa með dýmnum og náttúmnni að nýju, ein- faldlega vegna þess að við þurfum að læra það af dýmnum sem ekki hafa gleymt því hvernig er að lifa í myrkri líkt og við mannfólkið. Heimsendirinn er því eins og allir heimsendar hins línulega tímaskilnings, aðeins endir þess heims sem fyrir var, að honum eyddum er hægt að byrja nýja tíma. Þannig felur heimsendirinn í raun í sér stæka bjartsýnistrú ef þannig er litið á málið og hann er um leið vamarlausn, síðasta úrræðið þegar allt virðist komið í hnút, líkt og það sé hægt að hreinsa borðið og byrja nýja skák. Það má velta því fyrir sér hvort þessi lokasaga tákni einskonar endi á ákveðnu skeiði í höfundarferli Gyrðis, hvort hér sé verið að gefa upp á bátinn þá hugsun að það sé hægt að skapa vitund í texta sem geti miðlað annars konar vemleikaskilningi en þeim sem er ráð- andi. Hvort að slíkt útheimti ekki allsherjar kollsteypu, endanlegt uppgjör sem eitt geti hringt inn nýja tíma? Alla vega er vonin handan við heimsendinn fólgin í samsvömn á milli alls þess sem lifir, í nálægð mannsins við skepnuna, í nálægð hinna miklu meltingarfæra alheimsins við iður mannsins. Þessi heimssýn er því ekki lengur spuming um hvort maðurinn nái sam- bandi við raunveruna eða ekki og er því eigin- lega handan við allt tal um „menningarþreytu“ og „firringu“. Hún er eiginlega spurning um allsherjarlausn, um hvort jörðin eigi áfram að vera byggileg öllum eða ekki, hvort það sem er að hverfa sé ekki náttúran sjálf þegarallt kemur til alls og hvort að bækur eins og þessi séu í raun TMM 1993:4 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.