Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 16
hans mati: „Ef hann [ritstjórinn] hefði fundið kvæðið á bókfelli, gamalt og maðksmogið — ætli vitleysan hefði þá ekki orðið að vizku“ (R.III/64)? I þessum beiskjuorðum skáldsins höfum við augljósa hliðstæðu við mynd- málið í Valhallarför Ögmundar. Skáldskapurinn hlýtur að lúta lögmáli dauða og endurfæðingar eins og allt annað í heiminum. Þessa skoðun setur Benedikt fram berum orðum í ritgerðinni sem vitnað er til hér að framan: „Tíminn, málið og þeir menn, sem þá eru uppi, er allt óaðgreinanlega sameinað hvað öðru“. Þótt fornmálið sé fagurt og tignarlegt þá er það ónothæft, segir hann, til að tjá reynslu samtímans í óbreyttri mynd. „Andi tímans breytist; nýjar hugmyndir birtast; og nýjar hugmyndir þurfa nýtt mál, eða þá umbreytingu á málinu, sem þeim er hæfileg" (R.III/40). Málfræðingarnir eru að mati Benedikts þrándur í götu nauðsynlegrar þróunar málsins. Þetta eru „lifandi steingervingar", segir hann, sem vilja verja allt fornt og taka allt gott og gilt sem fornt er. Með þessu marki sé íslenskukennslan í Lærða skólanum brennd, hún sé öll innifalin í réttritun- arreglum og dauðyflislegu „málfræðibulli“, en um anda og líf málsins sé ekki hirt. Afleiðing þessarar eintrjáningslegu stefnu er það sem Benedikt kallar „skáldleg fyrirmunun", eða eins og Óðinn segir við Ögmund í goða- hofsþættinum: „Þín málfræðislegu rassaköst munu halda þér í eilífri for- skrúfan" (14). Þessi véfrétt skáldaguðsins kemur sem svar við spurningu ögmundar sem er hlaðin miðmyndarsögnum með endingunni ,,-ask“, en svo hafði Eiríkur ritað passívar og reflexívar myndir í fornnorrænni orða- bók sinni, sem höfundur Gandreiðarinnar setur sig hvergi úr færi við að draga dár að. Vildi Eiríkur með þessu „sýna hinar eldri og upprunalegu myndir, enda þótt handrit og útgáfur hafi endinguna -az, eða oftar -ast“ (IS/ 105). í sjöunda atriði leiksins sem fer fram í veislu hjá stiftamtmanni er Ög- mundi boðin að kvæðislaunum „beufsteik með joðakássu frá restaurateur Friðriksen“ (34). Halldór Friðriksson var að sönnu sá sem matreiddi „rétt- ritunarreglurnar og málfræðisbullið“ ofan í nemendur Lærða skólans og gefur að líta sýnishorn af ívitnaðri krás hans í tilvitnuninni í Sunnanfara hér að framan. Benedikt hafði ímugust á „andskotans joðinu“ sem og viðleitni til framburðarstafsetningar almennt: „Vér sjáum þessa tilraun hjá Norð- mönnum,“ segir hann í grein sinni um Friðþjófssögu — („Dyremaal“ var afsprengið af þeirri tilraun að mati Ólafs Gunnlaugssonar og sýnist Benedikt taka heilshugar undir þá skoðun hans (R.IV/483)) — „og það er kunnugt að Fjölnir gerði þessa tilraun, en var hrakinn niður undir allar hellur, og það lítur svo út sem Halldór Friðriksson taki sér þetta nærri.“ (R.III/126—7) Sýnishorn af einhvers konar viðleitni Norðmannsins Georgs A. Krohg í þessa 14 TMM 1994:3 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.