Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 103
líf eftir listum doktorsins, því fór sem fór. Ýmislegt er hægt að sætta
sig við þegar ekki er um annað að ræða. Það venst.“
„Já,“ sagði álfdísin. „En segðu mér annað, það er saga sem mér
fmnst ég hafa heyrt. Sást þú ekki doktor Jósep Jóseps aftur löngu
seinna, eftir að þú hættir að ganga til hans, við nokkuð sérstakar
aðstæður?11
Hann hnyklaði brýnnar. „Þú átt við þarna í sjoppunni?“
„Einmitt.“
„Það var ekki hann, held ég. Það var svo óeðlilegt. Ég trúi því ekki
enn að það hafi verið doktor Jósep Jóseps. Þó að aðrir segi það. Ég álít
að þarna hafi verið maður í dularklæðum.“
„Hvað var hann að gera?“
„Sjáðu til. Hann stóð og reif í sig hamborgara með bleikri sósu og
át franskar kartöflur! Eitt það efsta á listanum yfir syndir mannlífsins,
næst á eftir reykingum! Það gat ekki verið doktorinn. Að vísu leit þessi
maður alveg eins út og hann en mér sýndust vængirnir vera orðnir
litlir eins og á hænsnum. Þetta hlaut því að vera maður í dularklæð-
a
um.
„Þú trúir ekki að þetta hafi verið doktor Jósep Jóseps?“
„Nei.“
„Við látum það þá liggja á milli hluta,“ sagði álfdísin.
Eftir stutta þögn bætti hún við: „Varstu ánægður hvernig til tókst?“
„Já vissulega. Að vísu voru konan og ættingjarnir alltaf eitthvað að
tala um að eftir meðferðina hjá doktor Jósep Jóseps hefði ég hætt að
brosa. Þau tóku það nærri sér og voru með áhyggjur. Mér fannst það
hálfgert fjargviðri. Ég viðurkenni að vísu að ég hef ekki brosað þessi
þrjátíu og tvö ár sem eru liðin síðan. En ég spurði á móti: Hverju skipta
slíkir smámunir þegar góð heilsa er annars vegar?“
„Það er einmitt,“ sagði álfdísin. „En þá er best að ég spyrji þig um
eitt. Veistu af hverju ég er hingað komin?“
„Ja, ég hélt fýrst að þú ætlaðir með mig yfir móðuna miklu,“ svaraði
hann, „en svo hefur víst ekki verið.“
„Kæri vin,“ sagði hún. „Þú hefur farið vel að ráðum spakra manna,
ekki er því að neita. Allt vissi ég, sem þú hefur nú sagt mér, en ég vildi
að þú rifjaðir það upp sjálfs þín vegna. Því að nú er sú stund nefnilega
runnin upp sem forlögin ætluðu þér í upphafi að hafa fyrir dauða-
stund. Svo er flestum mönnum farið að þeir hafa flýtt sinni dauða-
TMM 1994:3
101