Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 117
En þig missti ég
og þín er ég að leita, sífellt...
(bls. 72)
Hér er að finna nokkrar vísbendingar
um hvað einhyrningurinn táknar í
kvæðinu. Skáldið tengir hann jólunum
sem er fæðingarhátíð ffelsarans, í öðru
lagi er hann fiskur og er hér greinilega
vísað til ofsókna Rómverja á hendur
kristnum mönnum í frumkristni, en
þeir notuðu fiskinn til að tákna Krist.
Einhyrningurinn er samskonar tákn og
benda má á að Hannes stafsetur bæði
kriststáknin með stórum staf til að
leggja áherslu á merkingu þeirra.
Gamla skáldið eða öðru nafni mað-
urinn ávarpar sem sé Krist og ber upp
við hann sínar leyndustu hugsanir og
spyr nokkurra brennandi spurninga um
endurlausnina og líf eftir dauðann. Ein-
hyrningurinn svarar engu en mælir (í
draumi skáldsins) nokkur torræð og
spámannleg orð um að hann muni eitt-
hvert sinn koma og brenna sig til ösku,
„fylli svo aftur hvern hlut/fylli nálægð-
ir/fylli víðáttur/vængjaður sögulausum
geislum!11 (bls.74). Skáldið gleðst hjart-
anlega yfir þessum gleðiboðskap, að
Kristur muni koma í fyllingu tímans.
„Talað við Einhyrning“ er glæsilegur há-
punktur verksins, lengra kemst skáldið
ekki í leit sinni að sannleika, sönnum
verðmætum sem standa óhögguð hvað
sem á dynur.
Það er þessi örvæntingarfulla leit
með logandi ljósi að einhverjum varan-
legum gildum í rústum vestrænnar
menningar sem einkennir ljóðagerð
margra höfuðskálda á tuttugustu öld.
Nefna má R.M. Rilke, R Valéry, E. Pound
og síðast en ekki síst T. S. Eliot. Hannes
Pétursson glímir í Eldhyl við svipaðar
spurningar og Eliot í sínum langa
kvæðabálki Eyðilandið. Ein frægasta
setningin úr því kvæði hljómar svo:
„These ffagments I have shored against
my ruins“. Hér koma ósjálfrátt upp í
hugann línur úr ljóðinu „Á hafströndu“
sem vitnað var til hér að framan, um
brothljóðin sem berast að eyrum skálds-
ins. I Eyðilandinu er allt að skrælna úr
þurrki og það vantar regn til að landið
taki við sér, beri ávöxt að nýju. Vatn
gegnir einnig veigamiklu hlutverki í Eld-
hyl eins og nafhið bendir til, það nærir
og endurleysir. Hvergi kemur mikilvægi
þess þó betur í ljós en í „Talað við Ein-
hyrning“, í lokaorðum einhyrningsins:
Sjá! ég er Vatnið
sem var og er, þótt það brenni!
(bls. 76)
Nafn bókarinnar kemur hér skýrast
ffam, logandi vatn eða Eldhylurá skáld-
legu máli. Eldhylurer óvenjulega vönd-
uð bók, vinnubrögð skáldsins öguð og
stíllinn lágstilltur en hnitmiðaður og
hittir í mark. Ljóðin leyna á sér — það
tekur langan tíma að brjóta þau til
mergjar og þau eru svo sannarlega þess
virði. Eldhylur var vel að íslensku bók-
menntaverðlaununum komin og tví-
mælalaust ein besta bók Hannesar
Péturssonar sem er óumdeilanlega eitt
mesta ljóðskáld okkar sem nú er uppi.
„Vonarstjarnan“ sem Steinn talaði um í
upphafi ferils hans er orðin að fasta-
stjörnu á íslenska bókmenntahimnin-
um.
Guðbjörn Sigurmundsson
Ójöfnur í tímanum
Kristján Kristjánsson: Fjórða hœðin.
(Iðunn 1993)
Skáldsagan Fjórða hœðin hefst á því að
sögumaðurinn vitjar aftur síns gamla
heimabæjar og uppgötvar að minningu
og staðreynd ber ekki saman. Heimir
hefur sótt um stöðu bókavarðar og þeg-
TMM 1994:3
115