Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 58
Hann hikaði og leit upp, horfði út í grámann og heyrði... kannski var það hafið, kannski eitthvað annað? — hann skrifaði: Þóttfiskurinn veiðist ekki og verðbréfm beri engan ávöxt, þóttgróði álversins bregðist og iðnaðurinn sé í rústum, þótt bændurflýi á mölina og sniliingargangi um atvinnulausir á rifnum skóm, þá skal égþó gleðjast yfir lífinu, fagna yfir höfundi hjarta míns. Hann stakk bókinni og pennanum aftur í vasann og hugsaði sér til hreyfingar. Ef hann átti að deyja var áreiðanlega margt þægilegra en að krókna úr kulda eða að drekkja sér. Og hvers vegna endilega að deyja í dag, ef hægt var að gera það á morgun? Bara verst að þurfa að ösla svaðið alla leið aftur heim á Hverfisgötuna, það var manndráps- ganga — í rifnum skóm ... „Jæja, Indriði snillingur, strax farinn að kvarta aftur?“ spurði hann sjálfan sig, og ókunn, vesældarleg rödd svaraði alls óvænt að baki honum: „Fy-fyrirgefðu, þú má-mátt víst ekki missa smáaur fyrir dá-dálitl- um brauðbita?“ Indriði snéri sér við eins hratt og stirður líkami hans leyfði. Fyrir framan hann, dálítið ofar í fjörunni, stóð grannvaxinn, renglulegur maður í dökkum mittisjakka og gallabuxum, og starði flóttalega á hann svörtum augum úr náfölu andliti. Hendur hans voru grafnar djúpt í buxnavasana, rennblautt hárið lafði lufsulega niður með vöng- um, og maðurinn skalf svo af kulda að hann virtist ætla að hrökkva í sundur á hverju andartaki. „Habakkuk!“ hrópaði Indriði vantrúaður. „Fy-fyrirgefðu . . . ?“ glamraði í manninum. Hann rétti út hvíta, titrandi hönd í átt til Indriða og stamaði: „Sk-sko, ég hef stræ-stræt- isvagnamiða. Vi-viltu skipta og láta mig fá dálítið br-brauð?“ Og áður en Indriði vissi af, var maðurinn kominn alveg að honum og tróð strætisvagnamiðanum í lófa hans, einblínandi græðgislega og bíðandi eftir svari. „Brauð?“ spurði Indriði forviða og horfði rannsakandi í vesældar- 56 TMM 1994:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.