Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 120
áfram á tilfmningunni fyrir að ekki sé
allt með felldu og honum er ekki hleypt
í sannleikann fyrr en nokkrum síðum
fyrir bókarlok. Eftir það verða bæði les-
andi og Heimir að endurmeta það sem
á undan fór, því allt var það metið og
lifað á þeirri forsendu að Heimir væri
einkasonur. Bókin tekur í einu vetfangi
hamskiptum og verður ekki söm aftur
fremur en söguhetjan.
Sælir eru einfaldir
Til að lesandinn missi ekki trú á verkinu
og afskrifi það sem innantóma afþrey-
ingu að hinum óvæntu uppgötvunum
fengnum, þarf bragð sem þetta að vera
einhvers virði í sjálfu sér. Það þarf með
öðrum orðum að felast eitthvert raun-
verulegt innihald, einhver dýpri merk-
ing, jafnvel víðari skírskotun, í ætterni
Heimis og dauða Jóhanns Svavars. Sú er
í grundvallaratriðum raunin, flétta bók-
arinnar vekur ótal spurningar, ekki að-
eins um þýðingu fjölskyldutengsla og
blóðbanda, heldur einnig um siðferði og
gildi sannleikans fyrir sjálfsmynd okkar
og samskipti við aðra. Allt verðug við-
fangsefni. Og þar sem bókin er í megin-
atriðum vel byggð, ekki síst hvað
speglanir áhrærir, hlýtur það að velta á
atriðum eins og stíl, persónusköpun og
niðurlagi hversu vel sagan þolir spennu-
fallið.
Viðbrögð Heimis við hinum nýju
forsendum einkennast fyrst og ffemst af
ósegjanlegum létti, eins og hann kallar
það, því hann taldi sig „loksins skilja
hvers vegna Jóhann hafði farið.“ Sam-
kvæmt því er bókin aðallega um
bræðrabönd, þau virðast standa Heimi
nær en uppruninn, þar er þá meginhluti
fjórðu hæðarinnar. Þannig kemst hann
að þeirri niðurstöðu að hann geti með
engu móti farið að kalla „foreldra“ sína
Stefán og Auði eins og Jóhann hafði gert:
„Ég mátaði þessi nýju nöfn við tunguna.
Nei, það gekk ekki upp. Um seinan að
ætla að breyta því. Hún var mamma.
Stefán var pabbi." Þessa yfirlýsingu
mætti túlka sem nokkurs konar trúar-
játningu fullorðins manns.
Jóhann Svavar hatast við fósturfor-
eldra sína fyrir skollaleikinn en getur
samt ekki fengið af sér að leiða Heimi í
sannleikann, þótt hann geri tilraun til
þess. Blekkingin varð Heimi til góðs að
mati hans sjálfs, hún gaf honum forskot
sem Jóhann Svavar „átti aldrei mögu-
leika á að vinna upp.“ Jóhann kiknar
hins vegar undan sannleiksbyrðinni.
Samkvæmt því virðist blekkingin,
grandaleysi um upprunann, mikilvæg
forsenda þess að geta tekið ástfóstri við
fósturforeldra sem væru þeir blóðfor-
eldrar; það er nauðsynlegt að trúa. I
þeim skilningi miskunnar Jóhann Svav-
ar sig yfir Heimi, „Bartimeus hinn
blinda", deyr jafnvel fyrir hann með full-
trúa veraldlegs valds á hælum sér, eins
og sumir dóu fyrir mannkynið forðum.
Ósegjanlegur léttir Heimis er skiljan-
legur, en þó hefði mátt undirbyggja við-
brögð hans betur og dýpka. Hann tekur
afhjúpuninni af fullmikilli léttúð, jafh-
vel þótt tekið sé tiUit til þess að hann
hefur eignast sína eigin fjölskyldu og
hafið nýjan lífshring með Jóhanni Svav-
ari: „Fjarlægðin jókst jafht og þétt með
hverjum deginum sem leið og mér
fannst undarlegt að heyra rödd Jóhanns
dofna og hverfa loks saman við hjalið í
syni mínum.“ En þótt Heimi sé lífs-
nauðsyn að yfirgefa byggðarlag fortíðar-
innar, þá getur þessi íhuguli mennta-
maður vart leyst málin með slíkri
skemmri skírn, öUu líklegra er að hann
muni halda áffam að velta vöngum yfir
uppruna sínum og æskusvíma svo lengi
sem hann lifir. Raunar er gefið í skyn í
framhjáhlaupi á síðustu síðu bókarinn-
ar að Heimir muni vitja þessa máls á ný:
118
TMM 1994:3