Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 54
meðlagið eða húsaleiguna, eða að kaupa ís eða bland í poka handa börnunum á laugardögum; hann var orðinn stórskuldugur við allt og alla. Og eftir helgina yrði hann svo að flytja úr herbergiskytrunni og koma sér fyrir — hvar? í ræsinu? „Það er ekki tekið út með sældinni að vera snillingur,“ hugsaði Indriði Haraldsson, niðurlútur og þungbúinn í ísköldum, ökkladjúp- um klakapolli við Sæbrautina, norður undir heimsskautsbaug. En svo glaðnaði yfir honum og hann hugsaði: „Eitt er þó víst, að ástandið er orðið svo slæmt að það getur ekki versnað úr þessu. Hvað segir ekki kínverska orðtakið forna: Því verri sem hlutirnir eru, því betrigetaþeir orðið. Nei, héðan getur leiðin aðeins legið í eina átt: Upp á við.“ Og hann rétti úr sér, þar sem hann stóð í pollinum, og lyfti andlitinu til himins eins og til að leggja áherslu á niðurstöðu sína. I sama bili fór að hellirigna eins og hellt væri úr Norður-Ishafmu, og Indriði varð á svipstundu jafn holdvotur og gegnkaldur um allan líkamann og um fæturna. „Jæja, það gat þá enn versnað,“ hugsaði hann undrandi og staulaðist af stað áfram austur með götunni. „En þá getur það heldur ekki versnað meira.“ Hann bretti upp rennblautan frakkakragann eins vel og hann gat, setti undir sig vatnsósa höfuðið og reyndi að auka ferðina gegnum lamandi regnið og krapið. „Getur ekki versnað meir. Hvert eru mínir frosnu fætur að fara?“ í sama bili hættu fæturnir að fara eitt eða neitt; Indriði hafði flýtt sér of hratt, hann rann til á flughálum svellbunka og steyptist endi- langur fram yfir sig ofan í klakapoll á stærð við stöðuvatn. Þar sem hendurnar voru grafnar í frakkavasana hafði hann ekkert til að bera fyrir sig nema höfuðið — sem hugsaði ringlað á kafi í ísköldu skolp- inu: „Þetta er botninn, ég kemst ekki dýpra, ég er á kafi í þessu alræmda svaði sem svo lengi hefur verið talað um. Þetta er það, hér er það — á Sæbrautinni í Reykjavík! En aldrei datt mér í hug að það væri svona ka-kalt.“ Þótt vit hans væru full af gráu, ísköldu skolpi, komst hann ekki hjá að heyra ærandi flautið, sem gall hvað eftir annað í hlustum hans eins og dómsdagsbásúna, og grilla gegnum óhroðann í eldrauðan, gljáandi bílinn sem hafði allt í einu staðnæmst við hlið hans eins og nýlent far utan úr regnfullum geimnum. 52 TMM 1994:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.