Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 54
meðlagið eða húsaleiguna, eða að kaupa ís eða bland í poka handa
börnunum á laugardögum; hann var orðinn stórskuldugur við allt og
alla. Og eftir helgina yrði hann svo að flytja úr herbergiskytrunni og
koma sér fyrir — hvar? í ræsinu?
„Það er ekki tekið út með sældinni að vera snillingur,“ hugsaði
Indriði Haraldsson, niðurlútur og þungbúinn í ísköldum, ökkladjúp-
um klakapolli við Sæbrautina, norður undir heimsskautsbaug. En svo
glaðnaði yfir honum og hann hugsaði: „Eitt er þó víst, að ástandið er
orðið svo slæmt að það getur ekki versnað úr þessu. Hvað segir ekki
kínverska orðtakið forna: Því verri sem hlutirnir eru, því betrigetaþeir
orðið. Nei, héðan getur leiðin aðeins legið í eina átt: Upp á við.“ Og
hann rétti úr sér, þar sem hann stóð í pollinum, og lyfti andlitinu til
himins eins og til að leggja áherslu á niðurstöðu sína.
I sama bili fór að hellirigna eins og hellt væri úr Norður-Ishafmu,
og Indriði varð á svipstundu jafn holdvotur og gegnkaldur um allan
líkamann og um fæturna.
„Jæja, það gat þá enn versnað,“ hugsaði hann undrandi og staulaðist
af stað áfram austur með götunni. „En þá getur það heldur ekki
versnað meira.“
Hann bretti upp rennblautan frakkakragann eins vel og hann gat,
setti undir sig vatnsósa höfuðið og reyndi að auka ferðina gegnum
lamandi regnið og krapið. „Getur ekki versnað meir. Hvert eru mínir
frosnu fætur að fara?“
í sama bili hættu fæturnir að fara eitt eða neitt; Indriði hafði flýtt
sér of hratt, hann rann til á flughálum svellbunka og steyptist endi-
langur fram yfir sig ofan í klakapoll á stærð við stöðuvatn. Þar sem
hendurnar voru grafnar í frakkavasana hafði hann ekkert til að bera
fyrir sig nema höfuðið — sem hugsaði ringlað á kafi í ísköldu skolp-
inu: „Þetta er botninn, ég kemst ekki dýpra, ég er á kafi í þessu alræmda
svaði sem svo lengi hefur verið talað um. Þetta er það, hér er það — á
Sæbrautinni í Reykjavík! En aldrei datt mér í hug að það væri svona
ka-kalt.“
Þótt vit hans væru full af gráu, ísköldu skolpi, komst hann ekki hjá
að heyra ærandi flautið, sem gall hvað eftir annað í hlustum hans eins
og dómsdagsbásúna, og grilla gegnum óhroðann í eldrauðan, gljáandi
bílinn sem hafði allt í einu staðnæmst við hlið hans eins og nýlent far
utan úr regnfullum geimnum.
52
TMM 1994:3