Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 41
sem kváðu á um að honum bæri að skemmta, hræra og fræða (sbr. ÁS, 90
og 138).
Næst þessu kemur dálítill kafli þar sem Níels birtir vinnureglur sínar eða
skáldskaparaðferð, og sést þar að hann var þjóðlega sinnað skáld og kröfu-
hart.
Mér hefir jafnan leikið hugur á þannig vönduðu skáldskaparrími, að
það líktist því eldra, hendingarnar heilar og þvingunarlitlar, samstöf-
urnar heldur færri en mjög veikar eða misfengar, úttalið mætti svara
tungunnar eðli, ógjarnan láta einn linan raddstaf [sérhljóða] útgjöra
heilt atkvæði né heldur samstöfu, ef hann er linur. Ekki er mér heldur
um göp [=hljóðgap, hiatus], þau kalla eg íslenskunni því þarflausari
sem hún er ríkari af samhljóðsstöfúm, en af sömu orsök þykir mér
örðugt að varast alls staðar, að samhljóðsstafir mætist, þeir mætast oft
í miðjum orðum (...) Hvað menn kalla klofna hljóðstuðla, er eg ei
fær um að segja, en hitt er víst, að heldur enda eg aðra meiningu og
byrja þá næstu í einum og sama fjórðungi vísu minnar en neyðast til
að setja fyllikalk, því meiri vesaldómur í kveðskap en það er mér
ókenndur. Eins atkvæðis orð til samans mörg hata margir, en þau hafa
oft hjálpað mér til að rúma jafnmeiri þanka og efni en mér hefði þar
fyrir utan tekist, og þar fyrir hefi eg oft gjört mig sekan á móti þessari
skáldskapar lagagrein. Að yrkja eftir tónum, eða með öðru orði að
segja, setja þar atriðisorð í sönglögum, sem þau stíga mest, játa eg
sanna prýði, en til lengdar mun það fáum takast. Þetta meina eg mig
aldrei getað hafa. Að tónninn falli rétt í orðið, eftir bæði þess og
háttarins eðli, er ómissandi regla (...). Að velja lög eftir efnum, er eg
framandi, því tónakúnstin er mér öll umviða (...). (32-33)
Athyglisvert er hversu vel Níels veit af vanda formsins, ekki síst þegar þess er
gætt að sjálfur setur hann alltaf „þankann“ ofar en braginn. Hann krefur
skáldin ítrekað um það sem hann kallar „verkvendni“ (70). Sem fyrr segir
gramdist honum hve illa Sigurður Breiðfjörð fór með söguefni Tistrans sögu
og deildi hart á hann, rétt eins og Jónas Hallgrímsson í sínum fræga ritdómi,
sem Níels hafði lesið (sbr. 135). En afstaða Níelsar er að því leyti ólík afstöðu
Jónasar að Níels telur hreint ekki að rímnaformið hafi gengið sér til húðar.
í formála að rímnasafni sínu segir hann:
Fyrir fáum árum síðan hét sá enginn skáld, sem ei hafði rímur að
frambjóða til almennings skoðunar. Nú er sá, sem sú fásinna eitt sinn
henti, rímur að yrkja, ffá því dæmdur að geta skáld heitið, fyrst og
fremst af þeim upplýstu, sem vonandi er að viti, hvað skáldskapur er,
og síðan af hinum, sem ekki vita það og elta nýjungar greindarlaust,
en níða það gamla, óþekkt og óskoðað. (62)
TMM 1994:3
39