Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 39
skáldinu hér einkum vera í mun að deila á fégræðgi sem tengist hjúskapar- áformum og á hvers konar óheilindi og guðleysi. Vert er að geta þess að Níels skáldi samdi drög að skáldsögu sem nefnist „Sagan af Eiríki Loftssyni hinum einræna og Jóni Geirmundarsyni skipa- smið“. Þetta sögubrot eða upphaf sögu er 21 blað að lengd, og skrifaði Skúli Bergþórsson á Meyjarlandi söguna upp og lauk henni. Páll Eggert Ólason segir að saga þessi sé „nokkuð barnaleg en ei óliðlega sögð“ og Hannes Pétursson tekur í sama streng en Steingrímur J. Þorsteinsson segir mál á sögunni „víða stirðlegt og óvandað orðaval hjá Níelsi“.4 Sem íyrr segir er ekki ætlunin að staldra hér að ráði við kveðskap Níelsar skálda. Mikið af kveðskap Níelsar kann að þykja forgengilegt og stirt á köflum, en athyglisvert er hve meðvitað skáldið er sér um yrkingaraðferð sína og skáldskaparfræði, og skal nú vikið nánar að því. Bókmenntaskrif Merkasta skrif Níelsar um þessi efni er ótvírætt ritgerðin „Athugasemdir við skáldskaparmenntina“, og verður gerð grein fyrir henni sérstaklega í næsta kafla. En fyrst grípum við niður í formálum og eftirmálum sem hann samdi við verk sín, sem forvitnilegir eru. í formála ljóðabókarhandrits Níelsar á Landsbókasafninu (Lbs. 1490) kemur fram að hann hefur velt fyrir sér hlutverki skáldsins frá siðgæðissjón- armiði. Trúmaðurinn Níels togast hér á við skáldið og þessar spurningar vakna: Hvernig getur skáldið haft hreinan skjöld ef það fer stöðugt með blekkingar? Hlýtur ekki skáldið að bera meiri siðferðisábyrgð en aðrir, úr því sannfæringarmáttur þess er meiri en annarra?5 Við margan þann hefi eg haft þá æru að tala, sem hefir lagt það að litlu, þó skáld séu ekki sem varasömust um sannleika, talað jafnvel um skáldasannleika í sömu merkingu og Danir um franskt gull. En eg hefi látið mér finnast, að þó öllum manneskjum liggi talsvert á að hafa hreina sál, þá mætti skáldið einna síst hafa hana mjög óhreina, og hefir mér þetta sýnst í tvennu ekki síst vera fólgið. Fyrst að telja, sé sá verulegur lastafangi, sem rétt veruleg skáldgáfa er til trúuð, brúkar hann það vald, sem hún með sér ber, til að gjöra sína hjáguði sem flestum geðfellda. Því engum er þar við að dyljast, að lengi getur álitsfögur skáldgáfa dregið með sér samsinningu, býr einn slíkur til leynda drepsótt, sem í myrkrinu læðist. Hér kann að verða spurt: „Þarf þá skáldið að vera lastalaust?“ Eg svara: Að sönnu er ekki þess að óska, það fæst ekki, þarf ekki heldur að vera. En sína lesti má hann ekki elska, og meðan hann ekki elskar þá, er hann ekki fangi þeirra. (27-28) TMM 1994:3 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.