Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 51
ísak Harðarson
Atvinnulaus snillingur
Það var eins og allir verstu og illgjörnustu púkar alheimsins hefðu
bundist samtökum um að ofsækja Indriða Haraldsson snilling á sama
tíma. Honum fannst hann vera innikróaður — umlukinn óyfirstíg-
anlegum hindrunum, fjallháum vonbrigðum, marglæstum dyrum —
hvert sem hann snéri sér. Það gátu ekki verið neinar tilviljanakenndar
ytri aðstæður sem ollu slíkum ósköpum. Bak við þau hlutu að standa
lifandi og raunverulegir árar og andskotar, draugar og djöflar, sem
höfðu það að markmiði að eyðileggja Indriða Haraldsson snilling fyrir
fullt og allt. Og þeir réðu greinilega ríkjum alls staðar — jafnvel hér á
Vinnumiðlunarskrifstofunni.
„Því miður,“ sagði rauðnaglalakkaða, geðvonskulega konan, með
rödd sem líktist snörpum hurðarskelli. „Ef þér hafið aðeins unnið sem
verktaki á síðasta ári, þá eigið þér ekki rétt á neinum atvinnuleysisbót-
u
um.
Indriði Haraldsson snillingur var loksins kominn fremst í röðina
við afgreiðsluborðið effir hálftíma bið, og að baki hans hlykkjaðist
löng runa atvinnulauss fólks á öllum aldri og úr ólíkustu starfsgrein-
um, næstum alla leið út í kuldann og slabbið á gangstéttinni fyrir utan
skrifstofuna. Von Indriða dofnaði enn. Var hann kominn hingað til
þess eins að finna enn eina hurðina skella á nefið á sér?
Rauðnaglalakkaða konan horfði framan í hann eins og éljagangur.
Ætlaði hann ekki að þakka fyrir og fara? Það var meira hvað sumir
voru tregir. „Hvert sögðuð þér aftur að starfsheitið væri?“ spurði hún
loks með semingi.
Þrátt fyrir allt var Indriði nógu mikill snillingur til að skynja að
spurningin var aðeins borin fram til kurteislegra málamynda, svo það
breytti engu þótt hann segði sannleikann.
„Snillingur,“ sagði hann hátt og snjallt. „Ég er snillingur og hef
TMM 1994:3
49