Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 121
„Einhvern tíma kæmi ég aftur til að sýna
syni mínum hvar við bræðurnir ólumst
upp, og þá myndum við ganga saman að
leiðinu hans.“ En það er líkast því sem
hann búist við að koma að endanlega
afgreiddu máli, rétt eins og hann hyggist
fara á byggðasafn. Svo einfalt getur lífið
vart verið til lengdar, ella væri ekki þessi
annars vandlega ofna átakasaga, því fiétta
hennar og bygging hvílir í rauninni á
næmni Heimis og tilfinningu fyrir um-
hverfinu. Kannski er Kristjáni Kristjáns-
syni fullmikið í mun að sauma hefð-
bundinn sáttarendi ævintýrisins á Fjórðu
hœðina; með þeim afleiðingum að hann
saumar nánast fyrir söguna og kæfir
hana. Þetta er reyndar vandamál sagna
sem eru fýrst og ffemst drifnar áffam af
spennu, atburðarás. Og þótt hér sé ekki
um harða spennusögu að ræða hefði
þurff ívið meiri tilþrif í stíl og persónu-
sköpun, auk þéttara niðurlags, til að
bera söguna upp til skýja, þar sem hún á
heima.
Fjórða hœðin á nefnilega hlutdeild í
himninum, þótt jarðbundin sé. Þar
veldur ekki minnstu tvíhyggjan sem lið-
ast í gegnum hana, eins og setninguna
hér á undan, og endurspeglar að mörgu
leyti íslenskan veruleik, auk þess að
bjóða upp á margvíslega átakafarvegi.
Hér höfum við menntamanninn and-
spænis sjómanninum, dreifbýlið and-
spænis borginni, hið veraldlega and-
spænis hinu óhlutbundna, svo dæmi séu
nefnd, og verða tvenndir þessar ekki
sundur slitnar. Vísast erum við öll í viss-
um skilningi munaðarlaus, eignumst öll
og missum okkar Jóhann Svavar, hvern-
ig sem það vill verkast, og reisum öll
einhvers konar aukahæðir ofan á híbýli
fortíðarinnar.
Rúnar Helgi Vignisson
TMM 1994:3
119
L