Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 50
greinar skyldar og áttu margt sammerkt, svo sem stílfræðiþáttinn. Sumir mið-
aldahöfundar litu jafnvel svo á að skáldskapur félli beinlínis undir mælskulistina,
en á 16. og 17. öld verða mörk greinanna smátt og smátt skýrari eftir því sem
menn skildu Skáldskaparfrœði Aristótelesar betur (sbr. Baldwin, 189: „Even to
the end of the sixteenth century, Renaissance poetic was largely rhetoric"). Þetta
skýrir hvers vegna Níels tekur sér sérstaklega fyrir hendur að fjalla um muninn
á þessum tveimur greinum.
15. Þessi hugsun kann að þykja rómantísk: að áar okkar hafi verið svona snjallir (sbr.
að þá riðu hetjur um héruð að sögn Jónasar Hallgrímssonar), en hugmyndin um
hrörnun heimsins og um forna gullöld er auðvitað miklu eldri.
16. Athyglisvert er að sem kristinn maður lastar Níels fornhetjur á borð við Egil
Skallagrímsson og Skarphéðin Njálsson, þótt hann dái íslendingasögurnar.
Rómantískir menn (og nýrómantískir) vildu hins vegar sem minnst setja út á
ribbalda sögualdarinnar.
17.1 Skáldskaparlistinni (Ars poetica), frægu kvæði eftir Hóras, sem gæti hæglega
verið ein af heimildum Níelsar, kemur sama hugmynd ffam: „Takið þér, skáld,
efni það sem eigi er ofvaxið kröftum yðrum (...). Þann er hefír valið sér efni
eftir mætti sínum, mun hvorki orðsnild skorta, né ljósa niðrskipun." (fsl. útg.
bls. 55).
18. Sama sinnis var Quintilianus í fornöld og margir seinni tíma höfundar sem
dásömuðu margþætta visku Virgils, en á 16. öld andæfir Castelvetro þessari
kröfu um alhliða fróðleik skálda.
48
TMM 1994:3