Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 14
„Torfa“ er það nafn sem Benedikt mun upphaflega hafa valið verki sínu, og
má af því ráða hverja skoðun hann hefur haft á þessari öfgafullu fornaldar-
dýrkun landa sinna. „Nú á dögum skilja [ ... ] fáir fornmálið", segir hann í
ritgerðinni „Nokkrar greinir um skáldskap“ (R.III/40), og er það ein ástæða
þess að hann telur fornan brag úrelt skáldskaparform sem eigi ekki rétt á sér
í nútímanum.
Það er því meinleg pilla sem Eiríki er send í goðahofsatriðinu svokölluðu
þar sem Þórskenningin „melludólgur“ verður að gróteskum orðaleik. Ög-
mundi er þarna stillt upp andspænis tyrfni af því tagi sem þeir tvímenning-
arnir ástunduðu í kveðskap sínurn og hann kann ekki skil á einföldustu
kenningum:
Ögmundr Fyrirgefið þér, herra Óðinn, ef ég hef styggt yðr —
meinið þér ég skrúfi mellur?
Þórr Nei, heyrið þann andskota! Hann stingr mér þar sneið fyrir
það, að Eyvindr skáldaspiUir kallaði mig mellu-dólg.
Óðinn Svo sagði Eyvindr:
Bárum Ullr of alla ...
Ögmundr Það veit guð almáttugr, að ég ætlaði ekki að styggja yðr
— verið þér jesúaðr, Þórr ... Ég vissi ekkert af, að Þórr var kaUaðr
mellu-dólgr. (12)
I Gandreiðitini er Óðinn ekki vel vinveittur Ögmundi og neitar honum um
svo mikið sem dropa af Suttungamiði. I upphafi sögu er Ögmundur svo á
rassinum að hann hefur ekki ráð á að éta annað en maðkað flesk á mykju-
haugum úti við Valhöll. Nótt eina þegar hann sem oftar reið „skrúfstykkja-
Skírni“ til Valhallar fékk hann slíka „skyrsótt á mykjuhaugnum að Óðinn
kom út með kúst ogdreif [hann] á brottþví enginn þoldi við í Valhöll" (10).
„Lostætið“ á mykjuhaugnum er hér auðvitað táknrænt fyrir hina úreltu
„dönsku tungu“ sem Eiríkur gleypir hráa og beitir í skáldskap sínum og
skrifum með þessum hroðalegu afleiðingum, ásigkomulag og ætterni fæð-
unnar — flesksins — er vísbending um það. Með því að vísa ævinlega til
„danskrar tungu“ þar sem fornmálið er í brennidepli í tengslum við orðfæri
Ögmundar nær höfundur stundum fram óborganlegri margræðni í textan-
um og hæfir þá bæði Eirík og Dani í einu og sama högginu.
í goðahofmu er það hin boðleiðin sem er í brennidepli, Ögmundi verður
bumbult. „Þú munt kannski vera of mikið skáld,“ segir Óðinn þá, „þú munt
hafa slokað í þig svo mikið af Suttungamiði, að þér liggr við spýju.“ En bætir
svo við, og þá auðvitað á dönsku: „Nej, min Dreng, det var tyndt Ö1 du drak,
drollen splitte mig“ (13)! Ekki eru viðtökurnar betri í Helvíti: „Það er
12
TMM 1994:3