Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 104
stund með mörgu vondu líferni. Þú ert hins vegar einn örfárra sem njóta þess að seinka dauðanum með prúðri hegðan og trúfesti. Þetta ætlaði ég að segja þér.“ Gamli maðurinn var nú orðlaus. „Allar vorar reglur fyrirbjóða hins vegar að ég segi þér nokkuð um framhaldið, þú skilur.“ „Já, mikil óskup,“ svaraði hann. „Þá hef ég hér ekki meira að gera og kveð þig. Lifðu heill.“ Hvinur og hún var horfin áður en hann gat kvatt. Gamli maðurinn sat eftir og var sem steini lostinn. Hann dró djúpt andann og starði fram fyrir sig. Hann hugleiddi þetta lengi. Gamall maður sem fær á þennan hátt að vita að hann hefur lifað réttu lífi kemst ekki hjá því að verða svolítið hróðugur. Nú var hann sem sagt orðinn einn af fáum sem lifa lengur en þeim er ætlað. Ekki ónýtt! Klukkan sló fimm og hann hrökk upp úr hugsunum sínum: Gat verið að hljómur klukkunnar væri aftur orðinn skærari? Næstu dagar.voru dagar meiri gleði en lengi hafði verið í stofunni gömlu. Gamli maðurinn hitaði sér oftar silfurte, leit af og til í bók, stokkaði spilin upp á nýtt og lagði kapal af vaxandi krafti. Húshjálpin furðaði sig á því hvað hann var allt í einu orðinn hress en spurði einskis. Gamli maðurinn lagði eyrun sérstaklega við hljómi slagklukkunn- ar: Það fór ekki á milli mála, hann hafði glaðnað eftir heimsókn álfdísarinnar. Ekki hafði hljómurinn verið svona skær eftir að konan blessuð dó. Hann hafði að vísu verið enn glaðari meðan hún lifði en samt var þetta allt annað en undanfarin ár. Drjúgur yfir hlut sínum hugsaði hann til afneitunaráranna, til smjörsins og rjómans sem honum hafði verið kvöl að missa fyrst. Það hafði vanist eins og annað, svo má oft illu venjast að gott þyki. Óneitanlega súrt í broti að fá næstum rassskell fyrir að biðja um slátur í eitt einasta sinn. Fitusnautt í þokkabót. En ekki var hægt að ergja sig við þvílíkan öðling sem doktorinn var: Sýndi sig nú hvílík heillaráð sá maður hafði fært ffam. Gamli maðurinn tók innsteypta sláturkeppinn ofan af hillu þar sem hann hafði staðið í glærum massa við hliðina á Dalalífi í næstum þrjátíu ár. Ekki hafði konan kímt svo lítið þegar hann kom heim með 102 TMM 1994:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.