Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 44
valhent að ógleymdum hrínanda, en dæmið um hrínanda hljóðar svo: „Vor
er sökin, votta rökin, / vígs um hauður rauða; / hegnir syndin svo mann-
kindin / særist nauðum dauða.“
Þessi frumskógur tilbrigða er forvitnileg heimild um þróun bókmennta-
forms og það stig sem rímnagerð komst á á síðustu öld, en raunar skiptu
vísnaafbrigði þúsundum.9 Á eftir þessu háttatali kemur ýmis kveðskapur
eftir Níels, meðal annars eins konar dulmálskvæði með skýringum, svo og
gátur (sbr. Níels 1912).
í formála ræðir Níels fyrst um nauðsyn stöðugs þroska og segir að óhófleg
drambsemi getið leitt menn til að halda að þeir séu fullkomnir, sem að hans
dómi er vís vegur til stöðnunar. Níels ræðir uppruna skáldgáfunnar og
ræktun hennar og er svo að skilja, að hann telji það sjálfbyrgingshátt hjá
skáldum að segja skáldskapinn eiga sér guðdómlegan uppruna.10 Þess í stað
telur hann að skáldskapargáfan komi „beinlínis frá náttúrunnar eigin hendi“
(sbr. 14). Sá sem er skáld „ætti bæði að vera fæddur skáld (...) og líka hafa
gegnumgengið allt hvað allslags skáldskaparmennt getur prýðt og fullkomn-
að“ [bls. 5 í hdr.] — þar þurfa semsagt meðfætt og áunnið að styðja hvort
annað, og minnir sá salómonsdómur á orð Ciceros um sama mál löngu
áður.11 Níels gerir grein fýrir hvers vegna hann telji sér skylt að birta
hugmyndir sínar um skáldskaparmenntina og játar um leið að hann skrifi
„hér lítið eða ekkert, sem maður kann að kalla nýtt, heldur einasta hvað af
því sem eg hef lesið um skáldreglur“, en því miður getur hann ekki heimilda
sinna nánar. Síðar í ritgerðinni segir hann að hann hafi hér aðeins raðað
niður setningum lærdómsmanna, og sjálfur sé hann ekki „þeirra höfundur
framar en skóladrengurinn lexíunnar sem hann útlagði úr latínu eða grísku
eða sýslumaðurinn fororðningarnar sem hann íslenskaði þér á þinginu"
[38]. Af lítillæti segir hann að skrif sitt geti ekki kallast „Leiðarsteinn eða
mælisnúra fyrir eftirtíðarinnar skáldmenni" en þó má skilja af heildarsam-
henginu að kannski var þetta engu að síður einmitt það sem Níels ætlaði sér
með ritgerðinni.12 Hann hafði sýnilega hug á að skrifa óðfræði eða eins konar
handbók um skáldskap (lat. ars poetica) og feta þannig í fótspor höfunda á
borð við Hóras, Geoffrey frá Vinsauf og Snorra Sturluson.
Næst víkur Níels að því hvort skáldlistin geri gagn eða hvort hún sé öðru
fremur tímasóun, og felur málsvörn hans í sér helstu röksemd Gorgíasar til
varnar mælskulistinni í Gorgíasi Platons: „Það er vel satt, að skáldgáfan er og
hefur verið mikillri vanbrúkun undirköstuð, en er hún þar fyrir foragtan-
leg?“13 Ekki telur Níels heldur að menn verði fátækir af skáldskapariðkun og
svo hafi ekki heldur verið um sig, þar hafi ritstörfm litlu um valdið. Af
hógværð segir Níels að rit sitt sé ætlað viðvaningum en betra sé að veifa röngu
42
TMM 1994:3