Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 43
Forvitnilegt er að Níels talar um hugsmíðakraft og bílætasmíði sem eitt og hið sama; með „bílætasmíði“ getur hann því varla átt við myndmál í þröng- um nútímaskilningi, heldur á hann líklega við persónur, söguþráð og annað sem skáldið þarf að hugsa upp til að um sögu sé að ræða og má þá skilja hvers vegna hann talar um „hugsmíðakraft“ eða sjálft ímyndunaraflið í sömu andrá. Fíugsast getur að „bílætasmíði“ samsvari að einhverju leyti eftirlíking- arhugtaki Aristótelesar. Með „tungustyrk“ á Níels, að ætla má, nokkurn veginn við málsnilld. Því virðist mega ætla að hann tali hér í meginatriðum um inntak og form sem tvær uppistöður skáldskaparins, og svarar þá sú hugmynd til hugmyndar Platons um sama efni sem fram kemur í Fædrosi og var löngum nærtæk í skáldskapar- og mælskufræði (sbr. ÁS, 27 & nmgr. 4 þar). Efni eða inntak skáldskaparins vegur þyngra en form hans í huga Níelsar, ekki síst efni frá sjónarmiði siðferðis (þ.e.a.s. boðskapurinn), og þar kemur „bílætasmíðin" við sögu. En búningur málsins skiptir hann að sönnu líka máli. Hins vegar virðist honum tamt að líta eins á og mælskufræðingar fyrri alda þar sem hann hugsar sér að sama efni (t.d. efni Tistrans sögu) megi koma á framfæri með ýmsum jafngildum aðferðum — að saga sé nokkurn- veginn söm hvort sem hún birtist t.d. í óbundnu máli eða í rímu. Leiðarsteinn eða mælisnúra Nú er mál að greina frá ritgerð Níelsar skálda um skáldskaparfræði. Titill meginmáls hennar er ,Athugasemdir við skáldskaparmenntina. I. kapituli. Um skáldskaparlistarinnar eðli, breytingar, framfarir, nytsemi, misbrúkun, vandskillegleika og skjaldgæfni hennar, deildir og fullkomleikatröppur.“ Ekki eru fleiri kapítular í ritgerðinni en þessi fyrsti, sem gæti bent til þess að Níels hafi ætlað sér að semja lengra verk um þetta efni. Ritgerðin hefst á 10 síðna formála, en meginmálið er 33 blaðsíður í litlu broti og er hún bundin ásamt öðru lesmáli í handriti sem ber heitið Lbs. 1516 8vo og er í skrá sagt með hendi Níelsar Jónssonar.8 Því miður er handritið ekki tímasett, en lausleg ágiskun mín er að skáldið hafi skrifað þetta á efri árum, ef til vill um miðja 19. öld, en Níels deyr árið 1857. Á undan ritgerðinni sem hér er til umfjöllunar fer langur kafli (141 bls.) og fjallar um bragfrœði. Er hann forvitnilegur á sínu sviði. Þar er í raun réttri um rímnaháttatal að ræða, taldir eru upp hættir og sýnd dæmi, og eru þessir þar á meðal: frumhenda eldri, sléttubönd (tvær tegundir), stuðlalag, stiklu- vik, háttabönd, dellingsháttur, gagaraljóð, kolbeinsbragur, sigurðarbragur, langhenda, langhending, skammhending, vaglstýft, bragargjöf, samhent, skjálfhent, úrkast, afhending, ferstikla, áttþættingur, nýhenda, bakhent og L TMM 1994:3 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.