Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 43
Forvitnilegt er að Níels talar um hugsmíðakraft og bílætasmíði sem eitt og
hið sama; með „bílætasmíði“ getur hann því varla átt við myndmál í þröng-
um nútímaskilningi, heldur á hann líklega við persónur, söguþráð og annað
sem skáldið þarf að hugsa upp til að um sögu sé að ræða og má þá skilja hvers
vegna hann talar um „hugsmíðakraft“ eða sjálft ímyndunaraflið í sömu
andrá. Fíugsast getur að „bílætasmíði“ samsvari að einhverju leyti eftirlíking-
arhugtaki Aristótelesar. Með „tungustyrk“ á Níels, að ætla má, nokkurn
veginn við málsnilld. Því virðist mega ætla að hann tali hér í meginatriðum
um inntak og form sem tvær uppistöður skáldskaparins, og svarar þá sú
hugmynd til hugmyndar Platons um sama efni sem fram kemur í Fædrosi
og var löngum nærtæk í skáldskapar- og mælskufræði (sbr. ÁS, 27 & nmgr.
4 þar). Efni eða inntak skáldskaparins vegur þyngra en form hans í huga
Níelsar, ekki síst efni frá sjónarmiði siðferðis (þ.e.a.s. boðskapurinn), og þar
kemur „bílætasmíðin" við sögu. En búningur málsins skiptir hann að sönnu
líka máli. Hins vegar virðist honum tamt að líta eins á og mælskufræðingar
fyrri alda þar sem hann hugsar sér að sama efni (t.d. efni Tistrans sögu) megi
koma á framfæri með ýmsum jafngildum aðferðum — að saga sé nokkurn-
veginn söm hvort sem hún birtist t.d. í óbundnu máli eða í rímu.
Leiðarsteinn eða mælisnúra
Nú er mál að greina frá ritgerð Níelsar skálda um skáldskaparfræði. Titill
meginmáls hennar er ,Athugasemdir við skáldskaparmenntina. I. kapituli.
Um skáldskaparlistarinnar eðli, breytingar, framfarir, nytsemi, misbrúkun,
vandskillegleika og skjaldgæfni hennar, deildir og fullkomleikatröppur.“
Ekki eru fleiri kapítular í ritgerðinni en þessi fyrsti, sem gæti bent til þess að
Níels hafi ætlað sér að semja lengra verk um þetta efni. Ritgerðin hefst á 10
síðna formála, en meginmálið er 33 blaðsíður í litlu broti og er hún bundin
ásamt öðru lesmáli í handriti sem ber heitið Lbs. 1516 8vo og er í skrá sagt
með hendi Níelsar Jónssonar.8 Því miður er handritið ekki tímasett, en
lausleg ágiskun mín er að skáldið hafi skrifað þetta á efri árum, ef til vill um
miðja 19. öld, en Níels deyr árið 1857.
Á undan ritgerðinni sem hér er til umfjöllunar fer langur kafli (141 bls.) og
fjallar um bragfrœði. Er hann forvitnilegur á sínu sviði. Þar er í raun réttri
um rímnaháttatal að ræða, taldir eru upp hættir og sýnd dæmi, og eru þessir
þar á meðal: frumhenda eldri, sléttubönd (tvær tegundir), stuðlalag, stiklu-
vik, háttabönd, dellingsháttur, gagaraljóð, kolbeinsbragur, sigurðarbragur,
langhenda, langhending, skammhending, vaglstýft, bragargjöf, samhent,
skjálfhent, úrkast, afhending, ferstikla, áttþættingur, nýhenda, bakhent og
L
TMM 1994:3
41