Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 100
dæmi. Þau voru eins og skrúfstykki. Ekki letin eða hikið á þeim bæ! Byrjaði á eldsnarpri ræðu um syndirnar sem ég drýgði gegn sjálfum mér og hvílíkt fádæmis fáræði það væri. Ég yrði steindauður á nokkr- um árum. Hann gæti ekki látið það viðgangast fyrst hann hefði verið kallaður til. Ég skalf eins og hrísla þegar hann hætti að tala.“ „Og hófst svo meðferðin?“ spurði álfdísin. „Já já, hann fékk mér þykka lista á löggiltum skjalapappír sem byggðust á vísindum hans. Forkunnarfagrir listar. Nú, ég skal viður- kenna það, auðvitað var ekki of auðvelt að fara eftir þeim, mátti ekkert borða, ekki smjör og ekki neitt því um líkt. En það hafðist með þrjóskunni.“ „Og þú stóðst þig?“ „Já. Ja, ef frá er talinn ótætis sláturkeppurinn.“ „Svo þú hefur þá misstigið þig?“ „Ja, ég lét í rauninni eins og krakki, kannski ekki að furða að ég væri tekinn á beinið. Þegar ég hafði fylgt listunum út í æsar í sjö ár var ég orðinn svo spengilegur að bílstjórar bremsuðu á götu til að horfa á mig, fólk leit upp úr blöðum í strætisvögnum og ég segi það; víst voru pokarnir undir augunum farnir, kransæðarnar slaknaðar, blóðþrýst- ingurinn horfinn og sígaretturnar komnar út í ystu myrkur. Þá fór ég til doktorsins og bað hann um eina undantekningu. Einn sláturkepp á afmælinu mínu. Það var allt og sumt. Mér þótti slátur afar gott í þá daga. Ég hélt að ef ég segði „bara einu sinni“ myndi doktor Jósep Jóseps kannski yppta öxlum, brosa og segja að „einhvern ósið yrði nú mannskepnan að hafa.““ „Kannski það minnsta,“ segir álfdísin. „Ég er nú hræddur um ekki! Doktorinn spratt upp sótrauður af bræði og barði borðið í sundur svo pappírarnir fuku út um allt! Hann æpti á mig og missti alveg stjórn á sér. Öskraði: Eruð þér orðinn bandhringlandi vitlaus maður? Hélduð þér að þér kæmuð hingað til að læra eitthvert sláturát? Ætluðust þér til að ég þjálfaði hér upp algerlega samviskulaus ómenni? Og svo stökk hann út af stofunni og vængirnir dingluðu og börðust í dyrastafmn svo að ég hélt að þeir myndu brotna. Kom aftur æðandi með hnausþykkan vísindabunka og hristi framan í mig, allt á löggiltum skjalapappír. Og þrumaði: Hingað og ekki lengra!“ „Ogþú?“ 98 TMM 1994:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.