Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 69
„Eins gott þú haldir aftur af henni,“ sagði barþjónninn við mig.
„Það verður allt í lagi,“ sagði ég.
„Þetta er mitt nef,“ sagði Cass. „Ég geri það sem mér sýnist við mitt
nef.“
„Nei,“ sagði ég. „Það særir mig.“
„Særir það þig að ég sting prjóni gegnum nefið á mér?“
„Já, í alvöru, það særir mig.“
,yAi\t í lagi, ég skal ekki gera það aftur. Vertu ánægður.“
Hún kyssti mig, glotti á meðan og hélt klútnum við nef sér. Við
fórum heim til mín þegar barnum var lokað. Ég átti bjór og við
settumst niður og töluðum. Það var þá sem ég fann að hún var
manneskja full gæsku og umhyggju. Alveg óvart kom hún upp um sig.
Samt sem áður átti hún til að hlaupa út í samhengisleysu og rugl.
Klofin. Fögur og andrík og klofin. Kannski myndi einhver maður,
eitthvað, eyðileggja hana að eilífu. Ég vonaði að það yrði ekki ég.
Við lögðumst í rúmið og eftir að ég slökkti ljósið spurði Cass mig:
„Hvenær viltu gera það? Núna eða í fyrramálið?“
„I fyrramálið,“ svaraði ég og sneri við henni bakinu.
Morguninn eftir fór ég á fætur og lagaði kaffi, færði henni bolla í
rúmið.
Hún hló. „Þú er fyrsti maðurinn sem ég hitti sem afþakkar það um
nóttina.“
„Það er allt í lagi. Við þurfum þess ekki endilega.“
„Nei, mig langar núna. Leyfðu mér bara að laga mig aðeins til.“
Cass fór á klóið. Fljótlega kom hún aftur út, dásamleg í útliti. Sítt
svart hárið glansandi, augu hennar og varir glansandi, hún glansaði
öll . . . Hægt afhjúpaði hún líkama sinn og sýndi mér hann ánægð.
Hún fór upp í.
„Komdu, elskan.“
Ég fór upp í.
Hún kyssti ákaff en með hægð. Ég lét hendurnar renna yfir líkama
hennar, gegnum hár hennar. Ég stakk honum inn. Hún var þröng og
heit. Ég byrjaði að hreyfa mig hægt, vildi láta það endast. Augu hennar
störðu beint í mín.
„Hvað heitirðu?“ spurði ég.
„Hvaða djöfuls máli skiptir það?“ spurði hún.
Ég hló og hélt áfram. Á eftir klæddi hún sig og ég skutlaði henni
TMM 1994:3
67