Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 113
ingar allt í einu mikinn og varanlegan
áhuga á þessu verki um úrelta hirðsiði
og riddaramennsku, ef marka má vitn-
isburð handrita. Reyndar verð ég að
skjóta því inn að mér fyndist það þarf-
legri sýsla að athuga þennan vitnisburð
til að fá einhverja vitneskju um vinsæld-
ir fornra bókmennta heldur en reyna að
kyngreina nafnlausa höfunda. En kann-
ske er þetta frekar kafli úr hugarfarssögu
en bókmenntasögu.
Voru ástimar saklausar?
Böðvar Guðmundsson hefur fengið það
erfiða og vanþakkláta starf að skrifa um
bókmenntir milli 1550 og 1750, og er sá
kafli hinn læsilegasti, en það kemur alls
staðar fram hve gífurlega þessi hluti ís-
lenskra bókmennta hefur verið van-
ræktur: mestur hluti verkanna liggur í
handritum og hefur ekki verið gefinn út,
rannsóknir eru af skornum skammti og
flest er óljóst—t.d. hvort verkin eru eign-
uð réttum höfundi eða ekki. Má mikið
vera ef ekki væri hægt að grafa einhvers
staðar upp gleymda fjársjóði. Stundum
eru íslensk kvæði borin saman við hlið-
stæð verk erlend, og er það gagnleg ný-
lunda: greinilegt er að íslensk Ijóðagerð
á 17. öld var í barokk-stíl líkt og tíðkaðist
í nágrannalöndum. En ég hnaut um eft-
irfarandi setningu: „Hin fornu borgar-
skáld Grikkja og Rómverja lofsungu
einfalt sældarlíf sveitanna og saklausar
smalaástir“ (11,468). Það skáld sem lang-
mestan þátt átti í að skapa hjarðljóða-
hefð á Vesturlöndum var vafalaust
Virgill. Þar sem hann ólst upp með ann-
an fótinn uppi í sveit og dvaldist senni-
lega löngum fjarri borgarysnum, er
hæpið að kalla hann „borgarskáld“,
sveitalífið sem hann lýsir í „Búnaðar-
bálki“ sínum er heldur ekkert sældarlíf
og smalaástirnar allt annað en saklausar.
En hitt er svo annað mál, að vel má vera
að verk hans hafi komið lesendum á 17.
og 18. öld fyrir sjónir nokkuð svipað og
ofangreind setning segir. Og það leiðir
hugann að því að fjölmargir rithöfundar
þessa barokk-tíma á Islandi voru gegn-
sýrðir af latneskum og jafnvel grískum
bókmenntum, í verkum sínum voru
þeir undir sterkum áhrifum af þessum
fornritum og þeir áttu það til að skrifa
og yrkja á latínu, eins og félagar þeirra
gerðu annars staðar í álfunni. Svo öm-
urlega vill til að þessi sterka hefð í Evr-
ópu er nú nánast gleymd, jafnvel
fræðimenn eru ekki lengur læsir á lat-
ínubækur og mörgum bókmenntafræð-
ingum sem fást við skýringar verka á
þjóðtungunum virðist vera um megn að
ráða fram úr einföldum tilvísunum í
fornrit, þó svo þær séu þýddar. En við
slíkt má ekki una, og á íslandi er greini-
lega mikið verk að vinna við að rannsaka
áhrif fornmennta á barokk-bókmenntir
og hlut íslendinga í latneskri hefð þessa
tímabils. Og þá skiptir ekki minnstu
máli hvernig þeir skynjuðu rætur þess-
arar hefðar.
Islensk bókmenntasaga I—II er ákaf-
lega vel úr garði gerð, með miklum
fjölda mynda sem eru vel valdar og lífga
upp á efnið. Höfundar hafa tekið þá
stefnu að hafa allar tilvitnanir í fornald-
arbókmenntir með nútímastafsetningu
— án þess þó að gera það að sáluhjálp-
aratriði með stórorðum yfirlýsingum á
annarri hverri síðu eins og sumir — en
þó þannig að fornar beygingarendingar
eru yfirleitt látnar halda sér. Má það telj-
ast mjög viðunandi lausn, en af því leiðir
samt einstaka sinnum klaufalegt mis-
ræmi þegar verið er að vitna í ljóð bæði
frá miðöldum og síðar, t.d.:
„Sumir prestar hófust hér
á hofgarðana ólærðir...“ (11,444),
en sem betur fer er þó sveigjanleiki
stafsetningarinnar oftast hafður meiri.
Einar Már Jónsson
TMM 1994:3
111