Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 117
En þig missti ég og þín er ég að leita, sífellt... (bls. 72) Hér er að finna nokkrar vísbendingar um hvað einhyrningurinn táknar í kvæðinu. Skáldið tengir hann jólunum sem er fæðingarhátíð ffelsarans, í öðru lagi er hann fiskur og er hér greinilega vísað til ofsókna Rómverja á hendur kristnum mönnum í frumkristni, en þeir notuðu fiskinn til að tákna Krist. Einhyrningurinn er samskonar tákn og benda má á að Hannes stafsetur bæði kriststáknin með stórum staf til að leggja áherslu á merkingu þeirra. Gamla skáldið eða öðru nafni mað- urinn ávarpar sem sé Krist og ber upp við hann sínar leyndustu hugsanir og spyr nokkurra brennandi spurninga um endurlausnina og líf eftir dauðann. Ein- hyrningurinn svarar engu en mælir (í draumi skáldsins) nokkur torræð og spámannleg orð um að hann muni eitt- hvert sinn koma og brenna sig til ösku, „fylli svo aftur hvern hlut/fylli nálægð- ir/fylli víðáttur/vængjaður sögulausum geislum!11 (bls.74). Skáldið gleðst hjart- anlega yfir þessum gleðiboðskap, að Kristur muni koma í fyllingu tímans. „Talað við Einhyrning“ er glæsilegur há- punktur verksins, lengra kemst skáldið ekki í leit sinni að sannleika, sönnum verðmætum sem standa óhögguð hvað sem á dynur. Það er þessi örvæntingarfulla leit með logandi ljósi að einhverjum varan- legum gildum í rústum vestrænnar menningar sem einkennir ljóðagerð margra höfuðskálda á tuttugustu öld. Nefna má R.M. Rilke, R Valéry, E. Pound og síðast en ekki síst T. S. Eliot. Hannes Pétursson glímir í Eldhyl við svipaðar spurningar og Eliot í sínum langa kvæðabálki Eyðilandið. Ein frægasta setningin úr því kvæði hljómar svo: „These ffagments I have shored against my ruins“. Hér koma ósjálfrátt upp í hugann línur úr ljóðinu „Á hafströndu“ sem vitnað var til hér að framan, um brothljóðin sem berast að eyrum skálds- ins. I Eyðilandinu er allt að skrælna úr þurrki og það vantar regn til að landið taki við sér, beri ávöxt að nýju. Vatn gegnir einnig veigamiklu hlutverki í Eld- hyl eins og nafhið bendir til, það nærir og endurleysir. Hvergi kemur mikilvægi þess þó betur í ljós en í „Talað við Ein- hyrning“, í lokaorðum einhyrningsins: Sjá! ég er Vatnið sem var og er, þótt það brenni! (bls. 76) Nafn bókarinnar kemur hér skýrast ffam, logandi vatn eða Eldhylurá skáld- legu máli. Eldhylurer óvenjulega vönd- uð bók, vinnubrögð skáldsins öguð og stíllinn lágstilltur en hnitmiðaður og hittir í mark. Ljóðin leyna á sér — það tekur langan tíma að brjóta þau til mergjar og þau eru svo sannarlega þess virði. Eldhylur var vel að íslensku bók- menntaverðlaununum komin og tví- mælalaust ein besta bók Hannesar Péturssonar sem er óumdeilanlega eitt mesta ljóðskáld okkar sem nú er uppi. „Vonarstjarnan“ sem Steinn talaði um í upphafi ferils hans er orðin að fasta- stjörnu á íslenska bókmenntahimnin- um. Guðbjörn Sigurmundsson Ójöfnur í tímanum Kristján Kristjánsson: Fjórða hœðin. (Iðunn 1993) Skáldsagan Fjórða hœðin hefst á því að sögumaðurinn vitjar aftur síns gamla heimabæjar og uppgötvar að minningu og staðreynd ber ekki saman. Heimir hefur sótt um stöðu bókavarðar og þeg- TMM 1994:3 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.