Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 103
líf eftir listum doktorsins, því fór sem fór. Ýmislegt er hægt að sætta sig við þegar ekki er um annað að ræða. Það venst.“ „Já,“ sagði álfdísin. „En segðu mér annað, það er saga sem mér fmnst ég hafa heyrt. Sást þú ekki doktor Jósep Jóseps aftur löngu seinna, eftir að þú hættir að ganga til hans, við nokkuð sérstakar aðstæður?11 Hann hnyklaði brýnnar. „Þú átt við þarna í sjoppunni?“ „Einmitt.“ „Það var ekki hann, held ég. Það var svo óeðlilegt. Ég trúi því ekki enn að það hafi verið doktor Jósep Jóseps. Þó að aðrir segi það. Ég álít að þarna hafi verið maður í dularklæðum.“ „Hvað var hann að gera?“ „Sjáðu til. Hann stóð og reif í sig hamborgara með bleikri sósu og át franskar kartöflur! Eitt það efsta á listanum yfir syndir mannlífsins, næst á eftir reykingum! Það gat ekki verið doktorinn. Að vísu leit þessi maður alveg eins út og hann en mér sýndust vængirnir vera orðnir litlir eins og á hænsnum. Þetta hlaut því að vera maður í dularklæð- a um. „Þú trúir ekki að þetta hafi verið doktor Jósep Jóseps?“ „Nei.“ „Við látum það þá liggja á milli hluta,“ sagði álfdísin. Eftir stutta þögn bætti hún við: „Varstu ánægður hvernig til tókst?“ „Já vissulega. Að vísu voru konan og ættingjarnir alltaf eitthvað að tala um að eftir meðferðina hjá doktor Jósep Jóseps hefði ég hætt að brosa. Þau tóku það nærri sér og voru með áhyggjur. Mér fannst það hálfgert fjargviðri. Ég viðurkenni að vísu að ég hef ekki brosað þessi þrjátíu og tvö ár sem eru liðin síðan. En ég spurði á móti: Hverju skipta slíkir smámunir þegar góð heilsa er annars vegar?“ „Það er einmitt,“ sagði álfdísin. „En þá er best að ég spyrji þig um eitt. Veistu af hverju ég er hingað komin?“ „Ja, ég hélt fýrst að þú ætlaðir með mig yfir móðuna miklu,“ svaraði hann, „en svo hefur víst ekki verið.“ „Kæri vin,“ sagði hún. „Þú hefur farið vel að ráðum spakra manna, ekki er því að neita. Allt vissi ég, sem þú hefur nú sagt mér, en ég vildi að þú rifjaðir það upp sjálfs þín vegna. Því að nú er sú stund nefnilega runnin upp sem forlögin ætluðu þér í upphafi að hafa fyrir dauða- stund. Svo er flestum mönnum farið að þeir hafa flýtt sinni dauða- TMM 1994:3 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.