Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 15
og sagði að þetta hefðu bara verið fasistar. Ég sagði að mér þætti nú undarlegt að eftir svona langan tíma sósíalistískrar uppbyggingar hefði ekki tekist betur til en svo að gjörvallur verkalýðurinn væri orðinn að fasistum. Og ég var nú held ég eini maðurinn sem fékk að segja mína skoðun í Þjóðviljanum og sagði að rússneskir skriðdrekar væru að kremja fólkið niður í malbikið eins og skordýr. Það var helvíti leiðinlegur tími þetta kaldastríð. Það var lítil umræða, bara stöðluð hróp. Hægrimenn æptu kommúnisti, kommúnisti á alla sem þeir réðu ekki við. Og svo vorum við kallaðir tilfinninganæmir rithöfundar af þeim sem þóttust hafa sósíalismaumboðið, eins og það væri það versta sem fyrir rithöfund gæti komið, upplagsfeill eða bilun. Og ef einhver kom með eftirlætisfrasann — hann bilaði 1 Ungó — drundi hláturinn eins og í fjallskriðu. Þetta var kompakt heimska. Sáluhjálpin og sjálfslygin — Þú nefndir áðan Kristin E. Andrésson, sem áþessum tíma varframkvœmda- stjóri Máls og menningar og mikill áhrifamaður í íslenskum bókmenntum. Geturðu sagt mér eitthvað afkynnum þínum við hann? Hann var opinn fyrir bókmenntum og list og skynsamur maður. Þegar átti til dæmis að fordæma abstrakt myndlist, ég man ekki hvað flokkurinn hét þá, náðist það ekki fram því þeir stóðu saman Kristinn og Sigurður Guðna- son formaður Dagsbrúnar, gæðakarl, uppgjafabóndi austan úr Árnessýslu. Kristinn hringdi til mín þegar Andlit í spegli dropans kom út. Hún er í þrem þáttum og fyrsti þátturinn er hernámssaga, sett á svið á meginlandinu. Þar er gerð fyrirsát til að frelsa samherja úr lögreglubíl og þá er sjónarhorninu breytt frá einum manni til annars; einn er línutrúr leiðtogi sem ætlar sér, þegar þar að kemur, að losna við annan sem hefur meira ímyndunarafl og mannúðarhugsjón í fýrirrúmi. Kristinn talaði svo vel um þessa sögu og lét sem hann ætlaði að skrifa um hana. Og það hefði ég gjarnan viljað. Og þegar þetta kom upp með átökin í Ungverjalandi fór ég til Kristins, við vorum ágætir vinir, og við sátum tveir og ég sagði við hann: Vilt þú taka forystu fyrir heiðarlegu uppgjöri, reikna þetta allt saman og endurskoða? Ég skal tryggja þér harðsnúna sveit ungra manna til að standa með þér. Þá kjökurhló Kristinn. Mér finnst að Halldór hafi haft hlátur Kristins í huga þegar hann lýsir Steinari í Steinahlíðum, þegar hann kjökurhló, ha? Kristinn var sam- settur maður, viðkvæmur og næmur. Hann var hérna hjá okkur, í þessari stofu þar sem við sitjum nú, þegar sú frétt kom í útvarpinu að búið væri að afhjúpa Rakosí, sem þeir héldu að væri svo góður maður af því hann hafði setið ellefu ár í fangelsum og fangabúðum — þeir höfðu greinilega aldrei lesið Greifann af Montecristo. Kristni brá við þessi tíðindi, að Rakosí væri TMM 1994:4 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.