Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 16
ekki sannhelgur maður heldur hið argasta fól. I þessum átökum var eins og
Kristinn riðaði, en svo hertist hann, reyndi að herða sig upp, mátti ekki missa
sáluhjálpina, hafði ekki kraft til að standast það að missa sáluhjálpina sína.
Menn sem eru búnir að lifa fyrir svona hugsjón hafa ekki kraft til að standast
það og þá byrjar lygin, sjálfslygin, og eru einlægir, af því það er sjálfslygi.
Formið og alþýðan
— Kristinn skrifaði langa grein í TímaritMáls og menningar um bókmennta-
árið 1965. Hann segist sjálfur hafa veriðfull hallur undirformið bœði í málverki
og bókmenntum og hann viðurkennir nauðsyn formsins en segir líka orðrétt:
„Engu að síður verður ekki hjá því komizt að álykta að formdýrkun ogjafnvel
hégómlegt formdekur hefur dregið kraft úr verkum heillar skáldakynslóðar á
íslandi eða myrkvað þau og torveldað áhrif þeirra“. Og í lok greinarinnar segir
hann: „við skulum vona að skáldin snúi hugsínum til alþýðu ogþað sé réttséð
hjá Jóhannesi Helga í lok Svörtu messu að alþýðan gangi meðþví skáldi sem er
nógu róttœkt, djarft og byltingarsinnað“.
Já, svona var nú komið fyrir Kristni sem hafði verið svo handgenginn stóru
skáldunum, ekki síst Halldóri, og tignaði Thomas Mann. Um þetta leyti hitti
ég hann vestur í bæ, á Fálkagötunni, kannski það hafi verið táknrænt, og þá
spurði hann hvort ég hefði lesið byltingarskáldin. Þá átti hann við þessa
fóstbræður sem skrifuðu Svarta messu og Borgarlíf. Og ég þóttist ekki skilja
hvað hann væri að fara og þá kom þessi frægi kjökurhlátur. Ég sagðist í mesta
lagi sjá hallarbyltingu og þá í alveg tiltekinni höll, Morgunblaðshöllinni. Þeir
væru að rægja ffá Bjarna Benediktssyni þá sem stæðu næst honum, til að
komast sjálfir upp að síðunni á honum, þrælahöfðingjanum sjálfum. Og
hann spurði mig nú aldrei aftur að þessu en við áttum eftir að takast á um
þessi mál frammi fyrir undrandi áheyrendum á óvæntum vettvangi svo
jaðraði við leikhús fáránleikans. Það hófst þannig að ég hitti kornungan
mann sem var mikið niðri fyrir og hafði stór áform um menningarreisn,
endurreisn og uppreisn og allt í einu. Hann heitir Stefán Snævarr og er
heimspekingur og skáld en var þá höfuðpaur í menningarvakningu í Haga-
skóla. Hann bað mig að koma í skólann og tala við nemendur og átti að vera
með Kristni E. Andréssyni. Ég sagði við hann: Láttu mig bara vita með
svolitlum fyrirvara. Og hann gerði það með svolitlum fyrirvara því einn
daginn kom ég heim svona rúmlega sjö og þegar ég er rétt að byrja að borða
hringir síminn og þá átti þetta að verða það kvöld klukkan hálfníu. Og ég
sagði: Stefán minn, þú lofaðir því að ég hefði dálítinn fyrirvara. — Já, þetta
er ekki fyrr en hálfníu! — og ég hugsaði hver ankotinn og sagði: Hvað á ég
að gera? — Bara tala við okkur um menningarástandið —. Svo kem ég nú á
14
TMM 1994:4