Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 24
Hér má segja að Gunnar lýsi tvenns konar aðferðum í stjórnun, en einnig er
hann að sýna andstæðurnar milli fóstbræðranna Leifs og Ingólfs. Hinir
andstæðu eiginleikar þeirra eru hér sýndir í töflu (tafla 1).
INGÓLFUR HJÖRLEIFUR
bóndi víkingur
úthald úthaldsleysi
vandvirkni flumbrugangur
sléttur gáróttur
litlaus litríkur
leiðinlegur skemmtilegur
ötull ákafur
stilltur æstur
trúmaður blótar ekki goðin
seigla ofsi
Tafla 1. Samanburður á Ingólfi og Hjörleifi
í Fóstbrœðrum Gunnars Gunnarssonar.
Veturinn 1918-1919 hélt Sigurður Nordal fyrrnefnda röð fýrirlestra í
Reykjavík undir heitinu „Einlyndi og marglyndi“, þar sem hann lýsir tveim
mismunandi (og andstæðum) skapgerðum eða lífsstefnum, sem geti orðið
mönnum fjötur um fót þegar þær birtist í öfgakenndri mynd. í einlyndi felst
nokkurn veginn það að einbeita sér að einum og ákveðnum farvegi en
marglyndi er að fást við of margt, valkostirnir eru því dýpt eða breidd. „Eins
og framkvæmnin er meginrót einlyndisins, má rekja flest í marglyndinu til
viðkvæmninnar (...)“ segir Nordal í kynningu fyrirlestranna, sem birt var
í blöðum árið 1918.3 Hann tengir saman andstæð hugtök með þeim hætti
sem gleggst verður lýst í töflu (sjá næstu síðu, tafla 2).
Með síðustu fyrirlestrunum í röðinni var ætlunin „að sýna, hvernig miðla
má málum milli einlyndis og marglyndis, hvernig sitt á við á hverju aldurs-
skeiði, benda á leiðir eins og líf í andstæðum, andlega víxlyrkju, eining í
fjölbreytni o.fl.“ (17).
í skáldskap Sigurðar Nordals má víða finna þessum hugmyndum um
tvenns konar eðli og tvenns konar val stað. Augljósast er það í sögunni „Hel“
22 TMM 1994:4
J