Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 28
er þó ekki sagt að ekki hafi verið nein innbyrðis stéttabarátta í landinu fyrir 1918 — það væri fjarri sanni. Hún komst aðeins í forgrunn eftir þann tíma. Og þetta var dálítill paradísarmissir, fannst sumum. Nú var ekki þessi dýrlega eining sem hafði verið í landinu áður þegar allir (hérumbil!) gátu sameinast um að heimta frjálsa verslun og íslenskan fána. Nú var hver höndin upp á móti annarri. Sumir skrifuðu um það í tímarit hvað það væri grátlegt að hjúin gætu ekki lengur staðið með húsbændum sínum. Heimur versnandi fer! hrópuðu íhaldssamir menn. Þessi paradísarmissir átti meira að segja eftir að koma niður á persónu- leikasálfræði þeirra Gunnars Gunnarssonar og Sigurðar Nordals. Hún birtist nú í hugmyndafræðilegri túlkun, já hreint og beint pólitískri túlkun, sem mjög gekk þvert á upphaflega ætlun þeirra, sem var að minnsta kosti að hluta að sýna tvær almennar manngerðir sem gætu verið til á ýmsum tímum, og væru eiginlega óháðar stað og stund. Hér hef ég í huga tvær tveggja binda skáldsögur þar sem vísað er beint og óbeint í hugmyndina um þessar tvær andstæðu manngerðir og víkur nú sögunni að þeim. Marglyndur og drykkfelldur forsætisráðherra Sigurjón Jónsson rithöfundur sendi frá sér skáldsögu í tveim hlutum á árunum 1922 og 1924. Heitir fyrri hlutinn Silkikjólar og vaðmálsbuxur ogsá seinni Glcesimennska. f þessum sögum er sagt frá nokkrum mönnum sem skipa sér greinilega í tvo flokka. Presturinn á Grund og guðfræðingar tveir, Áskell og Snorri, eru allir stillingarmenn, samviskusamir, góðir og mark- sæknir Ingólfar. En þorpari sögunnar, Jón á Grund, sonur prestsins, hann er fríður og skemmtilegur, kvensamur, drykkfelldur og hrífandi, hann er marg- lyndur, og reyndar er hann greinilega uppskafhingur í augum höfundarins, þó að hann endi með því að verða forsætisráðherra í lok seinna bindisins. Jón er á yngri árum svo mikill flagari að hann tælir kærustuna frá vini sínum og velgerðarmanni (Áskeli, sem verður við það geðveikur), dregur hana suður til Reykjavíkur og svíkur hana þar, enda fær hún berkla og deyr fljótlega upp úr því; henni versnaði stórum við að horfa í gegnum rifu á vegg og sjá Jón fífla sjómannskonuna Alfonsínu, sem dansar nakin uppi á borði í herberginu hans — það er erótíski kaflinn í bókinni, annars er hún mjög siðprúð eins og flest annað sem kom út á þessum árum á íslandi. Jón svindlar sér í gegnum lagaskólann í Kaupmannahöfn og annað er eftir því hjá honum, víxlar hans falla ógreiddir á vini og kunningja—já, ekki þarf að segja meira: Þetta er í skemmstu máli ósvikinn fantur! Og Jón á Grund sigrar valmennið séra Snorra í kosningum með eins atkvæðis mun og gerir Alþingi enga athugasemd þó að upp komist um 26 TMM 1994:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.