Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 29
kosningasvik; gerð eru hrossakaup um málið; kaupmenn fagna, jafnaðar-
menn liggja í valnum. En ef það skyldi vera einhver huggun fyrir sögules-
andann, þá sér þó gamli presturinn á Grund að sonur hans er illmenni og
játar það fyrir Eyjólfi bónda sem er Ingólfsmaður, eins og hann sjálfur. Já,
klerkurinn setur reyndar einmitt fram kenningu um Ingólfa og Eljörleifa í
samtali við Eyjólf bónda. Eyjólfur er tengdafaðir Snorra, aðstoðarprestsins
sem bíður lægri hlut fyrir Jóni í kosningunum og jafnframt faðir Svövu
þeirrar sem dó úr harmi og tæringu og fyrr var getið. Hér er kenningin:
Eins og ég hefi einhverntíma áður sagt við þig í gamni, þá þykir
mér ekki óskynsamlegt að skifta öllu fólki í tvo flokka. í öðrum eru
Ingólfar Arnarsynir, í hinum eru Hjörleifar Hróðmarssynir.
Ingólfarnir eru staðfasta bjargið, sem öllu heldur í skefjum og sem
hægt er að reiða sig á. Þeir eru kjölfestan í hverju þjóðfélagi. Þeir
eru varkárir og athugulir. Þeir skoða endirinn í upphafi, rólegir og
íhugandi. Þeir reikna! Án þeirra færi alt á ringulreið. Þú ert Ingólf-
ur, Eyjólfur! Og aðstoðarpresturinn minn, tengdasonur þinn er og
Ingólfur.
I hinum flokknum eru Hjörleifarnir, hamhleypurnar, ber-
serkirnir, ærsla menn og usla. Þeir hlaupa óteljandi gönuskeið. Þeir
trúa ekki, að veggurinn sé til, fyrri en þeir reka sig á hann. Þeir vilja
þreifa á öllu sjálfir, reyna alt. Þeir ganga í hauga og berjast við
drauga, enn þann dag í dag. Ef þeir ekki sjá leið, þá brjóta þeir sér
leið. Áffam, áfram, eitthvað, eitthvað, fljótt og langt! Það er þeirra
knýjandi eðli.
Ingólfur ffændi og fóstbróðir Hjörleifs vakir áhyggjufullur yfir
honum eins og sjúkum bróður. En hann ræður ekkert við Hjörleif.
Ingólfur styður og færir í lag, þegar alt ætlar um koll að keyra hjá
Hjörleifi. En Hjörleifur trúir á mátt sinn og rykkir öllu áfram.
Þegar mannkynið hefur tekið stór stökk í ffamfara átt, þá var það
Hjörleifur, sem steig fyrsta sporið! (...)
Báðir eru þeir Ingólfur og Hjörleifur góðir og göfugir drengir og
nauðsynlegir hvor öðrum. Ég hefi litið svo eftir Jóni syni mínum,
að hann sé Hjörleifur. Þrátt fyrir allskonar gönuskeið hans, á hann
þó gott hjartalag og jafnvel göfugt. Ég þekki hann allvel. Ha! Hann
er afar hrifnæmur tilfinningamaður. Og stórar hugsjónir gengur
hann sífelt með. En þú mátt trúa því Eyjólfur, að oft hefi ég tárast
yfir gönuhlaupum og athugunarleysi Jóns míns. En slíkt er hlut-
skifti Ingólfanna! (119-120)
En Eyjólfur er ekki ginnkeyptur fyrir þessari kenningu, þótt hann sé jafnoki
prestsins að mannkostum. Hann telur Jón einfaldlega spjátrung og ódám og
„þrællundað íllmenni" (122). Vinslit verða með þeim, gömlu mönnunum,
fyrir þessi orð; en síðar grær um heilt með þeim.
TMM 1994:4
27