Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 33
Ingólfur Arnarson Jónsson er festuleg manngerð, hann hvikar ekki ffá marki sínu, hann er vissulega elskaður af hjúum, að minnsta kosti af Rósu greyinu sem hann barnaði. En takmarkið sem hann keppir að er af hinu illa, ef marka má söguhöfund Sjálfstæðs fólks. Ingólfur berst fyrir völdum handa sér og flokki sínum, sigur Ingólfs er ósigur smábænda, ósigur Bjarts. Halldór vegur í raun og veru á vissan hátt að kenningunni um ágæti einlyndisins. Stefnufesta, reglusemi, einbeitni og málafylgja: þessar dyggðir eru engar dyggðir ef takmarkið sem þær miðast við er illt. Bjartur í Sumarhúsum er á sinn hátt einnig stefnufastur, en sú stefnufesta, sem felst í að setja sauðfé ofar manninum eins og Bjartur gerir, er ósköp einfaldlega glæpur. Því eins og Halldór skrifaði í grein á þriðja áratugnum, þá getur trú verið „bæði ill og vitlaus, hversu heilög sannfæring sem fylgir henni“( Vísir, 20. febrúar 1930). Munurinn á því hvernig Sigurjón Jónsson og Halldór Laxness skrifa er lýsandi fyrir muninn á pólitík þriðja og fjórða áratugarins. Sigurjón skrifaði gegn andstæðingum sem var tiltölulega auðvelt að þekkja. Þeir voru drykk- felldir, keyptu smyglað áfengi, skildu eftir sig slóð af sorgmæddum og spjölluðum stúlkum, þeir sviku sér fé, komu sök á aðra og sópuðu að sér völdum og auði. En Halldór Laxness glímdi við andstæðinga sem ekki var eins auðvelt að koma auga á. Megintilgangurinn með Sjálfstæðu fólki er að sýna fram á að menn miðjuflokksins, framsóknarmenn, séu höfuðandstæð- ingur alþýðufólks til sveita. í margra augum höfðu framsóknar- og sam- vinnumenn verið bjargvættur smælingja, kaupfélögin mikil blessun sem hrakti burtu faktora og harðbrjósta kaupmenn. En ætlun Halldórs var að sýna að kaupfélögin væru ný valdastofnun, öndverð almenningi — að það hefði að vísu verið skipt um kóng, en konungdæmið væri óbreytt. Og alveg eins og flestir vinstrimenn héldu að Framsóknarflokkurinn og kaupfélögin væru af hinu góða, þá héldu allir að Ingólfur Arnarson hefði verið svo góður. Sjálfstœtt fólk hafnar báðum þessum hugmyndum. Jón á Grund er skelfilegur fantur, og flestum er það víst ljóst. En langar ræður eru í Sjálfstæðu fólki sem sýna hvernig nýju valdhafarnir þykjast vinir alþýðunnar og eru það þó ekki, og þar eru ræður Rauðsmýrarmaddömunnar besta dæmið. „Þeir koma til yðar í sauðarklæðum,“ sagði Halldór um pólitíska andstæðinga sína í Rétti árið 1930. Meðan Sigurjón Jónsson vegur að úlfr með endurskinsmerki, vegur Halldór Laxness að úlfi í sauðargæru. Niðurstöður í leikritsformi Hér höfum við nú skoðað samspil hugmynda um íslenska höfðingjalund eins og hún birtist hjá fjórum höfundum. Fyrstir koma þeir Gunnar Gunn- TMM 1994:4 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.