Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 41
Árni Bergmann Minnispunktar um tilverurök smáþjóðar Snemma á þessu ári var ég þar nær staddur sem nokkrir ágætir menn fjösuðu um það sín í milli á hverju þjóðin ætti von á fimmtugsafmæli lýðveldisins. Einum fannst að sú hátíð væri kvíðvænleg, henni mundi fylgja óþolandi helgislepja. Ég leyfði mér að efast um það, bjóst við því að haldnar yrðu nokkrar meinlitlar hátíðaræður einn dag eða eina viku og síðan ekki söguna meir. Ætli þetta hafi ekki gengið eft ir þegar yfir landið er litið? Hátíðaræður voru á sínum stað og ekki ástæða til að kvarta yfir þeim. En síðan ekki söguna meir. Það er að segja: það hefur ekki farið mikið fyrir því, að íslendingar notuðu tækifærið til að fjalla með nokkru kappi, þaðan af síður ástríðu, um „spurningar um tilverurök þessarar norrænu eyþjóðar" (orðaval Halldórs Laxness) sem eðlilegt væri að leituðu á hugann á stórafmæli. Má vera að menn séu slegnir feimni við slíkar spurningar eða skorti þrek til að glíma við þær, það er ekki gott að vita. Ef til vill brestur menn fyrst og síðast sjálfstraust á þessum óvissu tímum. Þessi feimni við tilverurökin verður skiljanlegri þeim sem rifjar það upp sem íslendingar sögðu og skrifuðu árið 1944, þegar þeir voru eins og ölvaðir af því að draumar rættust, töluðu tungum í þjóðarsamstöðunni miklu og allt var nýtt og mögulegt. Sá talandi er ótrúlega fjarlægur orðinn. Ekki vegna þess, að enginn getur Iifað til lengdar í rómantískri hátíðavímu sem nærist á ljóðrænni söguskoðun, þótt öfundsvert sé að hafa lifað slíkar hrifningar- stundir. Heldur vegna þess, að obbinn af því sem nú er að okkur haldið dag hvern í umfjöllun um stöðu íslendinga í heiminum gengur þvert á það sem menn hugsuðu og trúðu um það leyti sem lýðveldið var stofnað. Lausn hvers vanda mátti þá finna í sjálfu sjálfstæði þjóðarinnar, óskertu fullveldi hennar til að fara með öll sín mál. Menn sungu : „Svo aldrei framar íslands byggð sé öðrum þjóðum háð“ og meintu það vafalaust. Nú keppast menn aftur á móti við að finna rök fyrir því að þjóðin hljóti að vera öðrum háð og geri best í að láta sér það vel líka. Fullveldi sé hvort sem er óframkvæmanlegt, óraunhæft og úrelt fyrirbæri við ríkjandi aðstæður í heimsþorpinu þar sem hver þjóð situr í nábýli við aðrar. Þjóðríkið sé reyndar nítjándu aldar draumur sem TMM 1994:4 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.