Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 42
ekki hentar hagkerfí okkar aldar og því dæmt til að rýrna og visna. Því er og einatt bætt við að farið hafi fé betra — þjóðríkið sé reist á þjóðernishyggju sem etji þjóðum saman í fjandskap og stríð. Öllum má vera ljóst hvað á spýtunni hangir. Þessar gjörbreyttu áherslur eru tengdar því að drjúgur hluti áhrifamanna vinnur að því að koma íslandi inn í Evrópusambandið eða er í þann veginn að beygja hnén fýrir þeirri nauðhyggju sem segir að það sé „engin leið önnur“. Þessu hljóta að fylgja vissar tiltektir, það þarf að taka til í hugargeymslunum, henda því út sem þar er að þvælast fyrir. Allt hefur annan róm Fullveldi, sjálfstæði, þjóðríki, þjóðernisvitund — allt voru þetta fyrir fimm- tíu árum hugtök og fyrirbæri sem hlaðin voru mjög jákvæðri orku í vitund manna. Og reyndar löngu fyrr og lengst af síðan. Meðan þjóð stefnir að sjálfstæði og um það bil sem það fæst er fullvalda þjóðríki einskonar útópía í vitundinni, landið fagra sem menn eru á leið til, sælunnar reitur þar sem frelsið og réttlætið býr. Vonir eru svo hátt spenntar að veruleikinn hlýtur að koma og löðrunga þá vonglöðu, slá þá vonbrigðum — rétt sem aðra hug- sjónamenn, hvort þeir heldur trúa á kirkjudeild, flokk, leiðtoga eða mark- aðskerfi. Það er því ekki nema eðlilegt að sérhvert fyrirkomulag og allar stofnanir sæti gagnrýni og það harðri, þar með talið fullveldið og þjóðríkið. En nú er oftar en ekki gengið miklu lengra. Öllu er við snúið með einföldum hætti. Þau fyrirbæri sem áður tengdust nær eingöngu því sem mönnum gott þótti eru í umræðunni gerð fyrst og síðast neikvæð, ef ekki beinlínis skaðleg. Skýrt dæmi um þetta má finna í grein sem Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra skrifaði í Morgunblaðið 8. apríl sl. „um stöðu íslands í samfélagi þjóðanna". Hann reifar þar aðild íslands að ESB og viðurkennir að henni rnundi fylgja afsal fullveldis og stjórnarskrárbreyting- ar. Síðan segir ráðherrann: „íslenskt sjálfstæði er ungt og orð eins og fullveldi eru enn í okkar huga vafin dýrðarljóma“. Að svo mæltu tekur Jón Baldvin til við að svipta fullveldið dýrðarljómanum. Það gerir hann fyrst með því að staðhæfa að fullveldið sé „nýtt í hugmyndasögunni“ (hafi m.ö.o. varla á sér hefðarhelgi). Því næst kemur nokkuð svo flaustursleg skilgreining—grunn- hugmyndin að baki fullveldi: „byggist á þjóðríkinu; að ein þjóð með eina tungu í einu landi hafi óskorað forræði eigin máia“. Síðan kemur svofelld útlegging: „Á þessum grunni gátu einvaldar fyrri tíma virkjað þjóðerniskenndina til að fá stuðning þegna sinna við þá landvinninga sem þeir höfðu ekki náð í styrjöldum aldanna á undan“. 40 TMM 1994:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.