Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 44
til í þeim skilningi að það feli í sér allsherjarsamþykki við að valdhafar í hverju
ríki geri nákvæmlega það sem þeim sýnist innan sinna landamæra. Ekki
frekar reyndar en einstaklingsfrelsi þýði að hver og einn geti gert það sem
honum sýnist heima hjá sér, barið konu sína og limlest börnin. Þar að auki
gera ríki að sjálfsögðu með sér ótal milliríkjasamninga um samvinnu á
mörgum sviðum sem marga má túlka sem vissa skerðingu á fullveldi — ef
menn vilja endilega hlaupa um á þeim buxum.
En þessi dæmi eru samt sem áður annars eðlis en sú róttæka skerðing
fullveldis sem er á döfinni hjá Evrópusambandinu — svo það sé nefnt sem
skiptir máli nú og hér. Vegna þess ekki síst að þegar fullveldið rýrnar og veslast
upp þá fer lýðræðið sömu leið. Þegar æ fleiri málum er skotið til yfirþjóðlegra
stofnana, þá fækkar þeim að sama skapi sem kjörnir fulltrúar landsfólksins
fást við. Ákvarðanir, góðar sem illar, fjarlægjast þá sem fýrir þeim verða. Hið
fræga ópersónulega og hátimbraða skrifræði sem hefur verið nútímamann-
inum mikill höfuðverkur allt frá því Franz Kafka breytti kynnum sínum af
því í frægar martraðarbókmenntir, það eflist að miklum mun.
Rýrnun fullveldis fylgir andlýðræðisleg stöðlun mannlífs. Tökum dæmi:
Vel getur orðið til eindreginn pólitískur vilji í einu Evrópulandi til þess að
það markmið skuli hafa algjöran forgang að útrýma atvinnuleysi. En ef
ráðstafanir sem menn telja nauðsynlegar til að útrýma atvinnuleysi stangast
á við reglur miðstjórnarvaldsins í Brussel um viðskiptahætti og samkeppni,
þá hlýtur hinn lýðræðislegi vilji að víkja. Fyrir tveim árum varð dönsk
hægristjórn að taka aftur skatt nokkurn á fýrirtæki — reglur ESB bönnuðu
hann, hann truflaði ákvæði um samkeppnisstöðu fyrirtækja. Dæmið segir
drjúga sögu: menn hafa ekki lengur rétt til að heimta skatt af þegnum þótt
líf velferðarkerfisins liggi við og pólitísk samstaða sé fengin í landinu.
Lýðræðið verður hornreka í hagsmunahöll fýrirtækjanna.
Það er heldur ekki víst að þær rytjur sem eftir verða af þjóðríkinu fái að
framkvæma sinn pólitíska vilja í menningarmálum. Frakkar hafa barist fyrir
því að fá að styrkja kvikmyndaiðnað sinn með ýmsum ráðum til þess að
hann deyi ekki út af, þeim leiðist að vonum að sitja í heimsþorpinu þar sem
ekki er boðið upp á neitt annað á tjaldi en nokkrar amrískar metsölumyndir
eða fjöldaframleiðslu í B-flokki. En enginn veit hve lengi þessi evrópska
stórþjóð kemst upp með sérvisku í þessum efnum. Bandaríkjamenn og
margir innan ESB hafa gert að Frökkum harða hríð fýrir að vilja taka
kvikmyndagerð undan markaðslögmálunum á þeirri forsendu að hún sé
menning en ekki iðnaður. Allt stríðir það, segja gagnrýnendur, gegn þeirri
meginreglu ESB að ekki megi mismuna atvinnustarfsemi eftir þjóðerni
þeirra sem að henni standa. Með öðrum orðum: lýðræðið (og menningin
urn leið) víki fyrir alveldi markaðarins.
42
TMM 1994:4