Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 53
íslensk þjóðernishyggja er vitaskuld mjög tengd þeirri virku baráttu fyrir tungunni sem bæði kom fram í útgáfustarfsemi og í því að æðri menntun flyst inn í landið ( prestaskóli, síðan læknaskóli, þá háskóli). Sá árangur sem næst á menningarsviðinu eflir að sínu leyti það sjálfstraust sem vex með mönnum, bæði til allskonar framkvæmda og til þess að sækja fram í því að flytja ákvarðanatekt inn í landið, fá heimastjórn, fullveldi og síðar sjálfstæði. Þessi keðjuverkun — menningarvakning, atvinnubylting, þróun til sjálf- stæðis — er þess eðlis að erfitt er að sýna hana og sanna með fullkomlega áþreifanlegum hætti; samt verður enginn til þess að efast um samhengið. Við eigum það sæmilega siðaðri þjóðernishyggju smáþjóðar að þakka, bæði það að við notum eigin tungu til allra hluta og með góðum árangri, og svo það að okkur hafa ekki vaxið í augum verkefni sem tæknibyltingar okkar aldar hafa lagt okkur á herðar. Við höfum til þessa getað tekið við nútímanum og „unnið úr honum“ og sniðið hann að því sem við áttum fyrir án þess að týna okkur sjálfum í leiðinni. Þjóðmenning án fullveldis? Það (er) hlutverk þessarar þjóðar að vernda, efla og frjóvga hina sígildu íslensku menningararfleifð, og til þess er nokkru fórnandi, því hún gefur oss tilverurétt og tilgang. Án hennar væri veröldin fátækari, og það sem meira er, án hennar værum vér sjálfir ekki til, ekki sem þjóð, heldur ef til vill 200 þúsund sálir, og á þessu tvennu er mikill munur. Kristján Eldjárn Það er stundum sagt nú um stundir, að vel sé hægt að styðja við bakið á menningu smáþjóðar og jafnvel tryggja henni nokkurn blóma án þess að hún styðjist við fullvalda ríki. Þegar menn eru að fegra fyrir sér Evrópusam- bandið er gjarna minnt á það að þjóðir eins og Katalanir og Baskar á Spáni líti heldur hýru auga til Brussel og þess fyrirkomulags sem kallað er „Evrópa héraðanna“. Enda muni þeir fá styrk til sinnar menningarstarfsemi úr sjóðum sambandsins sem vill ekki liggja undir því ámæli að ESB fyrirlíti fjölbreytni í mannlífi og menningu, eins og gert hefur verið í ýmsum ríkjum sem hýsa í senn stórþjóð og smærri þjóðir. Katalanir og Baskar geta ekki verið fslendingum fordæmi vegna þess blátt áfram að þeir eru mun verr settir en við. Sagan gaf þeim ekki færi á að stofna þjóðríki. Baskar eru fyrir löngu orðnir minnihluti í Euskadi, þeim héruðum sem tilheyra sögulegu Baskalandi. Víða í þéttsetinni Evrópu er búsetu fólks þannig háttað að það er ógjörningur að búa til eitthvað sem líkist sanngjörn- TMM 1994:4 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.