Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 53
íslensk þjóðernishyggja er vitaskuld mjög tengd þeirri virku baráttu fyrir
tungunni sem bæði kom fram í útgáfustarfsemi og í því að æðri menntun
flyst inn í landið ( prestaskóli, síðan læknaskóli, þá háskóli). Sá árangur sem
næst á menningarsviðinu eflir að sínu leyti það sjálfstraust sem vex með
mönnum, bæði til allskonar framkvæmda og til þess að sækja fram í því að
flytja ákvarðanatekt inn í landið, fá heimastjórn, fullveldi og síðar sjálfstæði.
Þessi keðjuverkun — menningarvakning, atvinnubylting, þróun til sjálf-
stæðis — er þess eðlis að erfitt er að sýna hana og sanna með fullkomlega
áþreifanlegum hætti; samt verður enginn til þess að efast um samhengið. Við
eigum það sæmilega siðaðri þjóðernishyggju smáþjóðar að þakka, bæði það
að við notum eigin tungu til allra hluta og með góðum árangri, og svo það
að okkur hafa ekki vaxið í augum verkefni sem tæknibyltingar okkar aldar
hafa lagt okkur á herðar. Við höfum til þessa getað tekið við nútímanum og
„unnið úr honum“ og sniðið hann að því sem við áttum fyrir án þess að týna
okkur sjálfum í leiðinni.
Þjóðmenning án fullveldis?
Það (er) hlutverk þessarar þjóðar að vernda, efla og frjóvga hina
sígildu íslensku menningararfleifð, og til þess er nokkru fórnandi,
því hún gefur oss tilverurétt og tilgang. Án hennar væri veröldin
fátækari, og það sem meira er, án hennar værum vér sjálfir ekki til,
ekki sem þjóð, heldur ef til vill 200 þúsund sálir, og á þessu tvennu
er mikill munur.
Kristján Eldjárn
Það er stundum sagt nú um stundir, að vel sé hægt að styðja við bakið á
menningu smáþjóðar og jafnvel tryggja henni nokkurn blóma án þess að
hún styðjist við fullvalda ríki. Þegar menn eru að fegra fyrir sér Evrópusam-
bandið er gjarna minnt á það að þjóðir eins og Katalanir og Baskar á Spáni
líti heldur hýru auga til Brussel og þess fyrirkomulags sem kallað er „Evrópa
héraðanna“. Enda muni þeir fá styrk til sinnar menningarstarfsemi úr
sjóðum sambandsins sem vill ekki liggja undir því ámæli að ESB fyrirlíti
fjölbreytni í mannlífi og menningu, eins og gert hefur verið í ýmsum ríkjum
sem hýsa í senn stórþjóð og smærri þjóðir.
Katalanir og Baskar geta ekki verið fslendingum fordæmi vegna þess blátt
áfram að þeir eru mun verr settir en við. Sagan gaf þeim ekki færi á að stofna
þjóðríki. Baskar eru fyrir löngu orðnir minnihluti í Euskadi, þeim héruðum
sem tilheyra sögulegu Baskalandi. Víða í þéttsetinni Evrópu er búsetu fólks
þannig háttað að það er ógjörningur að búa til eitthvað sem líkist sanngjörn-
TMM 1994:4
51