Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 61
Gunnar Karlsson
Hvað er svona merkilegt
við sjálfstæðisbaráttuna?
I
Liðu dagar, ár og aldir.
íslands byggða lýðir kvaldir
syfjaðir við sultar týru
sálmastefin þuldu rýru.
Grúfði hyrna hrímgrá fjallsins
hrörnuðum yfir kofum dalsins.
Enn þá liðu óratímar,
engir vegir, skip né símar.
Glönsuðu engin þök af þynnum,
þá var fræðslu heldur minn’a um.
Vissi ég marga lýði lifa
listnæma, sem kunnu ei skrifa.
Mitt í ánauð örlaganna
ómaði lúður Fjölnismanna.
Þjóðin hrökk til hálfs af blundi,
hún ei sá, hvað verða mundi.
Birti yfir byggðum dalsins,
blikaði gull á hyrnum fjallsins.
Nú er breytt um byggðir dalsins,
brosir hér við rætur fjallsins
hár og tíginn heiðursgestur,
héraðsskóli landsins mestur,
tryggður hvers kyns gæðagögnum,
gufu og rafi úr jarðarmögnum.
Þetta er hluti af ljóði sem Páll Guðmundsson á Hjálmsstöðum í Laugardal
orti í tilefhi af stofnun Héraðsskólans á Laugarvatni árið 1928.1 Það liggur
væntanlega í augum uppi að meginhlutann af kvæðinu hefði eins mátt yrkja
í tilefni af nánast hvaða nýjung eða framfaraspori sem var á þessum tíma.
Kvæðið sýnir að þjóðernisvakning fslendinga myndaði eins konar erkisögu
TMM 1994:4
59