Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 64
íslenskur maður verði fyrir mikilli niðurlægingu fyrir dönskum manni, en
sá íslenski nær að rétta hlut sinn á allra síðustu stundu, eins og gerist í
spennusögum. Hvernig lesendur túlkuðu þessa sögu má sjá í sonnettu
Snorra Hjartarsonar, sem var tíu ára þegar bók Jónasar kom fyrst út. Kvæði
Snorra, „Var þá kallað“, kom út í bók árið 1952, árið eftir að Bandaríkjaher
settist að á Keflavíkurflugvelli í annað sinn, og Snorri yrkir:7
Dómhringinn sitja ármenn erlends valds,
enn ráðast mikil forlög smárrar þjóðar,
vorsól úr skýi vitjar kletts og tjalds,
á völlinn þyrpast sveitir kvíðahljóðar.
Eitt nafn er kallað, flögrar fugl í leit
og felur ljósan væng í dökku bergi
og vekur dvergmál djúp og löng og heit:
hvað dvelur för hans? ennþá sést hann hvergi.
Aftur er kallað, aftur sami kliður
ögrandi spurnar: verður hann of seinn
hinn langa veg, senn lýkur hinzta fresti.
Við horfum austur hraun og bláar skriður,
horfum sem fyr en sjáum ekki neinn
sólbitinn mann á sveittum mjóum hesti.
II
Sjálfstæðisbaráttusagan er örugglega ekki slík erkisaga í hugum Islendinga
lengur. Mig minnir að sögukennari í framhaldsskóla, góður vinur minn, hafi
sagt við mig fyrir nokkrum árum að sjálfstæðisbaráttuna afgreiddi maður
nú í einum tíma í kennslu. Ekki hef ég kannað skipulega áhuga sagnfræði-
nema á sjálfstæðisbaráttunni í samanburði við annað efni, og satt að segja
bendir reynsla mín ekki til neinnar einhlítrar niðurstöðu. Ég hef tvisvar
skipulagt námskeið í íslandssögu tímabilsins milli 1830 og 1940 þannig að
nemendur skiptu með sér að skrifa kafla í yfirlitsrit um hluta tímabilsins og
bjuggu sér þannig til eigið lestrarefni í námskeiðinu. I fyrra skiptið tók ég
tímabilið frá 1904 til 1940 fyrir á þennan hátt. Þá reyndist áberandi að kaflar
um sjálfstæðisbaráttuna gengu illa út, en svokölluð hversdagssaga vakti strax
áhuga. Hópur stúdenta vildi skrifa um fæði og klæði landsmanna, húsakynni
og heilbrigðismál, og þeir sem urðu of seinir að velja sér kafla um þau efni
fóru í fylu. I seinna skiptið snerum við okkur að fyrsta skeiði sjálfstæðisbar-
62
TMM 1994:4