Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 71
kvennasögu og komst smám saman að því að húsmóðurhlutverkið hafði breyst, að staða kvenna hafði ekki alltaf verið sú sama, og að þau mannrétt- indi kvenna sem henni þóttu sjálfsögð höfðu einu sinni þótt fáránleg og verið sótt með hörkulegri baráttu gegn kúgun og fordómum. Þar með er eins víst að þessi stúlka hafi farið að skilja sjálfa sig upp á nýtt, sem efni í menntamann, og innritað sig í öldungadeild menntaskóla. Þannig getur söguleg þekking gert sögulegan sjálfsskilning manns með- vitaðan. Við lærum að hann er sögulegur, afleiðing af breytilegri fortíð og þar með viðfangsefni fyrir breytanlega framtíð. Við skilgreinum okkur líka sem íslendinga og lítum flest á það sem mikilvægt að íslenskt samfélag sé sjálfstætt að menningu og stjórn, eftir því sem unnt er hverju sinni, án þess að hugsa endilega neitt um rökin fyrir því að það sé mikilvægt. Þekking á sögu sjálfstæðisbaráttunnar gerir þennan sjálfsskilning okkar meðvitaðan. Við fáum grun um hvers vegna okkur finnst íslenskt þjóðerni og sjálfstæði mikilvægt. Ef við yfirfærum dæmið sem ég tók um kvennasöguna nákvæmlega yfir á sögu okkar sem íslendinga, þá verður afleiðingin óhjákvæmilega sú að þekking á sjálfstæðisbaráttunni svipti okkur þjóðerniskennd okkar og sjálf- stæðisvilja. En svo einfalt er málið auðvitað ekki. Ég tók kvennasöguna sem dæmi til að skýra mál mitt einmitt af því að þar hefur verið að gerast óvenjulega skýr hugarfarsbreyting í eina ákveðna stefnu. Mergurinn málsins er sá að sagan gefur enga niðurstöðu fyrirfram, hún innrætir ekki ákveðinn sjálfsskilning eða ákveðnar skoðanir. Þvert á móti opnar hún manninum leið til að velja sér sjálfsmynd og framtíðaráform. Það getur vel verið að þekking á sjálfstæðisbaráttunni veki hjá einhverjum efasemdir um eilíft gildi sjálf- stæðis. En það getur líka gerst að hún skerpi skilning fólks á gildi þess að varðveita sjálfstæði og þjóðmenningu. Hvort sem sagan gerir eykur hún óhjákvæmilega skilning og innsýn og víkkar þannig valmöguleika mannsins. V Ég hélt því fram að það þyrfti að ríkja næstum einróma samstaða um þau gildi sem væri lögð áhersla á í sögunámi. Meðal örfárra gilda sem allir viðurkenna í samfélagi okkar er gildi þess að allir fái sem mestan skilning á sjálfum sér og umhverfi sínu, að þeir kynnist ólíkum sjónarmiðum og öðlist sem mest frelsi til að velja á milli þeirra. Okkur brestur stundum umburð- arlyndi til að hafa þessi gildi í heiðri í einstökum málum sem við berum fyrir brjósti. I sumar tók ég þátt í tilraun til að meta árangur 50 ára lýðveldis á TMM 1994:4 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.