Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 82
Ljósara getur það tæpast orðið að það er sérstök menning þjóðarinnar og þarfir hennar sem krefjast þess að Island verði viðurkennt fullvalda ríki. íslensk menning er forsenda íslenska ríkisins. íslenska ríkið er til þess að skapa þjóðinni skilyrði til að rækta menningu sína í andlegum sem verkleg- um efnum. Með öðrum orðum, ríkið á að gera þjóðinni kleift að samhœfa krafta sína, vit sitt og vilja. Ríkið er þar með í sömu stöðu gagnvart vitund og vilja þjóðarinnar og skynsemin gagnvart vitund og vilja einstaklings. Spurningin um sjálfstæðið og forsendur þess er þá spurning um það hvernig þessi samhæfing á sér raunverulega stað og á hvaða forsendum. En því fer fjarri að um einfalda samhæfingu sé að ræða. Samhæfingin, sem á að tryggja sjálfstæðið, er þríþætt. í fyrsta lagi þarf hún að eiga sér stað á sviði vitundarinnar. Þjóðin þarf að vita af sjálfri sér sem ein heild eða ákveðin eining. Eining hennar birtist í þeim sameiginlegu hugmyndum sem menn deila á sviði skynjunar og skiln- ings. Tungan gegnir hér lykilhlutverki: Hún heldur saman og miðlar þeim myndum sem þjóðin hefur af sjálfri sér. Þetta er svið hinnar andlegu eða bóklegu menningar, sem íslendingar hafa jafnan sett í öndvegi. I öðru lagi á samhæfingin sér stað á sviði viljans. Þjóðin þarf að eiga sér sameiginleg áform og hugsjónir um sjálfa sig í framtíðinni, hvernig hún skipuleggur líf sitt í landinu, aflar sér lífsviðurværis og deilir þeim. Þetta er svið hinnar verklegu menningar og framkvæmda. I þriðja lagi þarf svo sameiningin að eiga sér stað á sviði skynseminnar sem tengir saman vitundina og viljann, skilninginn og áformin, bókvitið og verksvitið. Hér er það tilfinningin fyrir samlífinu sem allt veltur á, hvernig fólki líður að vera saman og deila hlutskipti sínu. Þetta er svið siðvits eða siðmenningar sem er borið uppi af sameiginlegri sögu sem þarf sífellt að segja á nýjan leik. Þetta var kjarninn í málflutningi Jóns Sigurðssonar fyrir sjálfstæði þjóðarinnar: hinn sögulegi réttur hennar til að vera hún sjálf og ráða sér sjálf af því að hún var og er ein söguleg heild gædd innri vitund, vilja og skynsemi. Ef við skoðum nú nánar hvern þátt þessarar heildarsamhæfmgar fyrir sig, þá blasa við erfiðleikar sem gera það að verkum að sjálfstæði okkar er aldrei tryggt, heldur er því ævinlega ógnað á mismunandi vegu. Og eðli máls samkvæmt er ógnin mest á því andartaki sem við nú lifum. Lítum fyrst á svið vitundarinnar þar sem hinar huglægu forsendur eru í sífelldri gerjun. Fyrir skömmu skynjuðum við íslendingar heiminn á grund- velli sameiginlegrar og uppsafnaðrar reynslu kynslóðanna sem tungan miðl- aði. Nú á dögum þarf tungan sífellt að tjá nýja og sundurlausa vitneskju, nýja heimsmynd eða heimsmyndir sem eru ekki aðeins miklu víðtækari en áður 80 TMM 1994:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.