Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 83
fyrr, heldur einungis aðgengilegar í brotum. Við lifum ekki lengur í einum heimi, heimi bóndans eða sjómannsins, heimi húsmóðurinnar eða barn- anna, heldur í heimi fjölmiðla sem miðla upplýsingum úr ótal heimum sem við kunnum lítil eða engin skil á. Við þurfum að læra að skynja og tala eins og við séum íbúar í ótal heimum í senn. Við þessar aðstæður skynjar fólk veruleikann á ótal ólíka vegu; hann verður eins og völundarhús eða púsluspil sem menn hafa enga heildarsýn yfir, einungis hverfult hugboð um. Löngunin getur því orðið sterk að loka að sér í einkaheimi eigin skynjunar og máls og hætta að skeyta um hinn óskaplega heim ringulreiðar og ofbeldis sem sífellt ber fyrir vitundina. Á sviði viljans eru vandkvæði samhæfingarinnar síst minni. Hér komum við að hinum hlutlægu, ytri forsendum fýrir öflun og dreifmgu allra gæða. Fyrir örfáum árum lágu möguleg lífsáform manna ljós fyrir í öllum megin- dráttum. Tiltekin störf eða verkefni biðu manna; skyldan var sú að gegna vel skilgreindum hlutverkum í rekstri þjóðfélagsins sem allir þekktu. Menn tileinkuðu sér ákveðna kunnáttu til þess að verða nýtir þjóðfélagsþegnar hver í sinni starfsgrein. Veröld athafna, verka og framleiðslu var í föstum skorðum ekki síður en veröld skynjunar og skilnings. í markaðskerfí samtímans þar sem ríki, fyrirtæki og einstaklingar setja sér alls kyns markmið og leggja út í hvers kyns verkefni siglir veröldin öll undir merkjum margbreytileika og ófyrirsjáanleika. f slíku kerfi er hver einstaklingur og hver fjölskylda knúin til að hugsa um eigið öryggi eins og hún sé afmörkuð eining úr tengslum við aðra í þjóðfélaginu. Lífsbaráttan verður vörn fyrir einkahagsmuni, en ekki sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Öll áform og stefna í sameiginlegum málum færist smám saman úr höndum hugsjónamanna um heildarhag yfir til sérffæðinga sem vinna í uppmælingu við öll verk sín, til dæmis við að semja frumleg vísindarit. Og ekki má gleyma skugga atvinnuleysis sem nú hvílir yfir mörgum í þjóðfélaginu. Nú hef ég lýst ofurlítið þeirri upplausn sem steðjar að bókmenningu samtímans, þar sem samhæfmg skynjana og hugmynda fer fram, og verk- menningu samtímans, þar sem samhæfmg athafna og áforma fer fram. Snúum okkur nú að vandkvæðum samhæfingar á sviði siðmenningar. Hér erum við á vettvangi skynseminnar sem er ofin úr tilfinningum okkar fyrir lífinu og sjálfum okkur og spannar því að vissu marki bæði vitundar- og viljalíf okkar. Skynsemi merkir hér ekki greind eða rökhugsun, heldur vit sem á að gera manni eða þjóð kleift að sjá fótum sínum forráð, standa á eigin fótum. Á vettvangi eiginlegrar skynsemi og siðmenningar sem frá henni er runnin snýst málið hvorki um það að skynja né að aðhafast, heldur vera saman, koma saman, lifa saman. Hamingja, velferð, vellíðan, farsæld og gæfa manna eru hér til skoðunar og umræðu. Hvernig ætlum við að lifa saman TMM 1994:4 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.